Skinfaxi - 01.06.1987, Qupperneq 13
Húsavík
„Héma verður ykkar fólk”, Guðni Halldórsson, framkvæmdastjóri Landsmóts '87, bendir mönnum á
Framkvæmdastjóranámskeiði yfir á tjaldstæði á Húsavík. F. v., Gunnlaugur Aðalbjömsson, framkvæmdastjóri UNÞ, Björn
Þór Jónsson, UNl’, Diðrik Haraldsson, stjómarmaður í UMFÍ, Rögnvaldur Gíslason, formaður HSS, Hrafnkell Kárason,
stjórnarmaður í UÍA og Guðni Halldórsson. Myndir, IH.
“Flest allar áætlanir virðast ætla að stan-
dast þannig að við á Húsavík erum tilbú in
að taka á móti landanum.”
Hluti af undirbúningi
hcraðssambanda um allt land er að senda
framkvæmdastjóra sína og formenn á
Landsmótsstað nokkru fyrir Landsmót
til að skipulcggja síðasta sprettinn fyrir
Landsmót. í ár var slíkur fundur á
Húsavík um Hvítasunnuhelgina. Skin-
faxi var með í för og skoðaði aðstæður
undir handleiðslu Guðna Halldórssonar.
Ekki var annað að sjá en allur
undirbúningur gengi vel. Það sem vakti
að sjálfsögðu mesta athygli var hið nýja
íþrótlahús Húsvíkinga sem er hið
glæsilegasta í alla staði. Sannast á því
húsi að Landsmótið er lyftistöng fyrir allt
íþróttalíf á mótsstað. Þá höfðu
Húsvíkingar greinilega lagt sig í líma við
að snyrta hinn annars fagra bæ sinn.
“Litlu Ólympíuleikamrir” eru sem sagt
að ganga í garð með miklum glæsibrag.
Gleðilegt Landsmót!
IH
SKINFAXI
13