Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1987, Síða 21

Skinfaxi - 01.06.1987, Síða 21
LANDSMÓTSSPÁ Blak Þrjú liö sigurstrangleg Lið frá sjö samböndum keppa í blaki á Landsmólinu á Húsavík, HSK, HSÞ og UÍA í A-riðli og UMSK, UNÞ og USVS í B-riðli. Fljótt á litið eru þrjú lið sigurstranglegust, HSK og ÚÍA úr A- riðliogUMSKúrB-riðli. Þessisambönd byggja öll á liðum úr fyrstu deild, en hin eru samtíningur leikmanna úr ýmsum áttum og stigum blaksins. Við skulum líta á liðin, leikmenn og stjómcndur. í A-riðli er fyrst að nefna sigurve- gara síðastaLandsmóts, í Kcflavík, HSK Torfi Rúnar Kristjánsson blakmaður, stangarsökkvari og siglingamaður á Laugarvatni er fremstur í flokki HSK- mannaíblakinu, og stjómarliðinu. Hann scgir ckki cndanlega ljóst hverjir verði með, en væntanlega verða flestir leikmanna HSK í fyrstu deild með, ásamt einhverjum fleirum. Þar skal fyrsta nefna Bjarka Guðmundsson, Öm Kr. Amarson og Andrés Guðmundsson sem allir em mjög efnilegir leikmenn, Andrés á að baki unglingalandsleiki. Bræður hans, Pétur kúluvarpari og Eggert stangarstökkvari verða líklega einnig með, báðir mjög liðtækir blakmenn. Róbert Róbertsson, Magnús Víðir Guðmundsson, Ásmundur Ömólfsson Magnússon eru einnig ncfndir til sögunnar. Ásmundur er sterkur, en meiddist illa snemma árs. Torfi Rúnar taldi óséð hvernig tækist til með æfingar, og nái liðið ekki samæfingu er hætt við að Skarpéðinsmenn vcrði að láta sér nægja að keppa um bronsið. Enginn skyldi þó vanmeta Sunnlendinga, mörgum hefur orðið hált á því. Aukinheldur á Skarphéðinn jafnan öflugt klapplið á Landsmóti. Samúel Öm Erlingsson. Jaxlar og “Gríðarskellir” LiðUÍA kemuráreiðanlegasterkt til leiks. Þar eru á ferð leikmenn Þróttar í Neskaupsstað, mikill her ungra og efnilegra leikmanna ásamt þeim jöxlum ÓlaFi Sigurðssyni og Grími Magnússyni. Ólafur stjómar væntanlega liðinu og leikur með. Síðan em eingöngu núverandi og fyrrvcrandi unglingalandsliðsmenn. Fyrrverandi eru þeir Marteinn Guðgeirsson, Víðir Ársælsson og Sigfinnur “Gríðarskellur” Viggósson, allir feikisterkir leikmenn. Bróðir Sigfinns, Ólafur, er núverandi unglingalandsliðsmaður og sérlega efnilegur. Núverandi og efnilegir unglingalandsliðsmenn í liðinu eru ein- nig ívar Sæmundsson, Þráinn Har- aldsson og Kári Kárason. Þráinn er uppspilari og spilar væntanlega upp á Landsmóti, pg Marteinn smassar þá að sama skapi. Styrkur Þróttara felst í því hversu vel þeir þekkja hvorn annan, hve nálægt þeir em hver öðrum á sumrin og ættu því nú að geta æft vel saman, og svo þvf hve gríðarlegur efniviður liggur í liðinu. Og ef Auslfirðingum tekst í sumar að vinna sinn helsta veikleika, sem er vantrú á eigin gctu, leika þcir til úrslita. Lið HSÞ er ungt og stærstur hluti þess lék í fyrsta flokki undir nafni Völsungs síðastliðið keppnistímabil. Fyrir þeim Þingeyingum fer reyndur blakmaður, Kristján Sigurðsson á Lau- gum. Honum fylgir her lipurra ung- menna, þeirra þekktastur í blakheimi- num er líklega Skarphéðinn ívarsson, fyrrum unglingalandsliðsmaður. Styrkur Þingeyinga liggur í því að þeir æfa áreiðanlega vel í keppnishúsinu, og eru á heimavelli á Landsmóti. En verði ekki stökkbreytingar keppa þeir um fimmta sæti. Samæft lið UMSK í B riðli er fyrst að nefna lið HK menn verjast smassi frá Víkingum sem stefnir í vegg. Samúel Öm segir þá HK menn (UMSK) svo til örugga í úrslitaleikinn á Landsmóti. Tímamynd og jafnvel tugþrautarkappinn Jón Amar SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.