Skinfaxi - 01.06.1987, Qupperneq 28
LANDSMÓTSSPÁ
Borðtennis
Sigur til
Suöurnesja
Ritstjóri Skinfaxa fór þess á leit
við mig að skrifa Landsmótsspá í
borðtennis. Það er ckki heiglum hent
fyrir mig að skrifa slíka spá, því ég hef
ekki komið nálægt Landsmóti áður. Þar
að auki hef ég ekki nöfn keppenda í
höndunum. Hins vegar er ég frá suð-
vestur horni landsins en þar hefur
borðtennis verið stundað sem
íþrótlagrcin í nokkuð mörg ár.
Ég tel að á landsbyggðinni, í
þorpum og bæjum, hafi borðtennis til
þessa aðallega verið stundað sem
afþreying en ekki sem viðurkennd
íþróttagrein. Þess vegna hefur
borðtennis ekki átt eins miklum
vinsældum að fagna á landsbyggðinni og
á suð-vestur hominu. Þetta stendur hins
vegar til bóta því framtakssamir einstak-
lingar á landsbyggðinni hafa óskað eftir
því að fá leiðbeinendur til að kenna
undirstöðuatriðin í borðtennis. Það hefur
verið tekið vel í þessa málaleitan og
leiðbeinendur hafa farið út á
landsbyggðina til þess að kenna ungu
fólki. Við vitum að slíkt virkar scm
vítamínsprauta á allar íþróttagreinar í
landinu, ég tel afar nauðsynlegt að
borðtennis verði viðurkennt sem
íþróttagrein á öllu landinu og að ung-
Sighvatur Karlsson.
menna- og íþróttafélög um land allt st-
ofni borðtennisdeildir innan sinna
félaga. Með góðu samstarfi við félögin á
suð-vestur horninu ætti vegur borð-
tennisfþróttarinnar að verða mikill á
komandi árum.
En hér er spáin.
í fyrsta sæti set ég UMFK.
Keflvíkingar mæta væntanlega mcð
harðskeytt lið að venju sem erfitt verður
við að etja, sérstaklega fyrir þá sem ég
spái að komi í næsta sæti en það er
UMSK. Þar er Stjaman í broddi fylkin-
gar.
En Stjömuhröp verða stundum
eins og hendi sé veifað. Ég spái því að
HSÞ veiti þeim harða keppni cf vindur-
inn fer ekki úr þeim. Ég spái þeim samt
þriðja sæti. UMSE verður í fjórða sæti, á
eftir Þingeyingum. Eyfirðingar gera sér
nefnilega ekki grcin fyrir því að Þingey-
ingum hefur bæst liðsauki úr mjög
óvæntri átt, að ofan. Önnur keppnislið
verða í fimmta til tíunda sæti.
Mætið nú öll í íþróttahús
Bamaskólans á Húsavík, föstudags-
morguninn 10. júlí. Sjáumst.
Pennavimr
Af og lil berast bréf til UMFÍ og Skinfaxa frá ungu fólki crlendis frá (fyrst og fremst frá Norðurlöndunum) þar sem
beðið er um aðstoð við að finna pennavini. Þessar beiðnir hafa verið birtar í Skinfaxa af og til. Hér koma fleiri, að þessu
sinni frá Svíþjóð, frá Lottu og Önnu Karin. Þær eru greinilega vinkonur, eiga heima í sömu götu í bænum Taberg í Svíþjóð
Halló.
Ég heiti Lotta, 13 1/2 árs, og leita að
útlcndum pennavinum. Helstu
áhugamál mín eru dýr (ég á hund og
fugl) og böm. Elsku bestu, skrifið
nú. Þið eigið helst að vera á
aldrinum 12 til 15 ára. Heimilisfang
mitt er: Lotta Rosén
Malmgatan 37
56202 Taberg
Sverige
Halló.
Ég heiti Anna-Karin, er 13
ára og vildi gjaman fá pennavini
erlendis frá. Heimilisfang mitt er:
Anna-Karin Gustavsson
Malmgatan 19
56202 Taberg
Sverige
P.S. Ég get skrifað á ensku.
Bless á meðan.
28
SKINFAXI