Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 4
Ingólfur Hjörleifsson • • Oll gerðu þau sitt besta Þá er viðburðaríkt ár að renna sitt skeið á enda. Ar sigra og ósigra, segja menn oft. Mikið hefur verið rætt og ritað um eina þá stærstu viðburði á íþróttasviðinu sem áttu sér stað, nefnilega Ólympíuleika fatlaðra og ófatlaðra í Seoul í S-Kóreu. Oftast er talað um sigur í því fyrra og ósigur í síðara tilfell- inu. Þetta með ósigurinn er auðvitað mikil einföldun. Eins og íris Grönfeldt rekur á hreinskilinn og skýran hátt í viðtali í Skin- faxa að þessu sinni, voru hlutimir skoðaðir mjög einhliða. í huga þeirra sem hæst létu var það ósigur og mikil vonbrigði, áfall og svo framvegis, að ekki skyldu neinir íslend- ingar ná upp í að minnsta kosti 5. sæti í sinni grein. En gefum írisi orðið með dæmi úr hennar grein. „ Þegar fólk var að tala um að mörg okkar hefðu valdið miklum vonbrigðum gleymir það því að það var fjöldi íþróttamanna frá íþróttastórveldum, sem var inni á topp 10 en komst ekki í úrslit. Þetta kom ekkert fram í fjölmiðlunum hér. það vorum bara við sem vorumað„klikka.” Þaðmánefnafjöldanafna. Heims- meistara og heimsmethafa. Til dæmis í spjóti kvenna. Besti kven-spjótkastari Norðurlanda, Trine Solberg frá Noregi, komst ekki úrslit íSeoul. Þarkastarhún 57 metra. Hún á hins vegar 69 metra best og 67 metra í ár. En hún er auðvitað verðugur þátttakandi frá sinni þjóð. Svogetum viðnefnt Finnana. TinaLillak,fyrrverandi heimsmeistari og heimsmethafi. Hún var rétt fyrir leikana búin að kasta 74 metra. Hún komst ekki í úrslit. Tula Laksola sem var búin að vera í úrslitum í öllum helstu stórmótunum, hún komst ekki heldur. Þetta gerist í næstum öllum greinum og er ekki endilega spumingin um að „klikka”." Svo mörg voru þau orð. Ogaðsönnu. Við verðum að líta á hlutina í samhengi. Verum stolt af því fólki sem gerir sitt besta, burt séð frá því hvort það vinnur til verðlauna eins og fötluðu Ólympíufaramir okkar gerðu reyndar með svo miklum glæsibrag. Útgefandi:Ungmennafélagíslands.-Ritstjóri:lngólfurHjörleifsson.-Ábyrgðarmaður:Pálmi Gíslason.-StjómUMFl:PálmiGíslason,formaður,ÞórirHaraldsson)varaformaður,ÞórirJónssonJ gjaldkeri,GuðmundurH.Sigurðsson,ritari.Meðstjómendur:DóraGunnarsdóttir,KristjánYngvason, SigurbjörnGunnarsson. Varastjórn:MagndísAlexandersdóttir,HafsteinnPálssson,Matthías Lýðsson,SæmundurRunólfsson-AfgreiðslaSkinfaxa:Öldugata 14,Reykjavík,5:91 -12546-Setning og umbrot: Skri f stof a UMF1. - Prentun: Pren tsm i ð j an Odd i. - Pökkun: V i nnustof an Ás. Allaraðsendargreinarerbirtastundirnafnieruáábyrgðhöfundasjálfraogtúlkaekkistefnunéskoðanir b 1 aðs i ns eða st j órnarUMF I. 4 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.