Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1988, Side 9

Skinfaxi - 01.12.1988, Side 9
Haukur Gunnarsson á verðlaunapalli eftir 100 m hlaupið. Gullið í höfn. r Frábær ferð Ólafur Eiríksson, aðeins 15 ára en einn af þeim reynslumestu í ferðinni „Þegar ég kom út til Seoul þar sem ég sá heimsmetaskrána í fyrsta sinn, gerði ég mér grein fyrir að það væri ekki fráleitt að geta náð einu af ftmm efstu sætunum einhverjum þeim sundum sem ég tók þátt í." Það er Ólafur Eiríksson, einn af sundfólkinu sem tók þátt í Olympíuleikum fatlaðra í Seoul, sem segir svofrá. Hann heldur áfram. „Fram að þeim tíma hafði ég ekki hugsað dæmið öðru vísi en að gera mitt besta. En ég sá að ég átti þessa möguleika og það hleypti í mig krafti, má segja." Hafði Ólafur mcett einhverjum áður af þeim sem hann keppti við? „Það er ekki hægt að segja það. Þeir sem maður hafði keppt við á Norðurlöndunum voru ekki þama. Ég V_____________________ man eftir einum Þjóðverja sem var ansi góður. En að öðru leyti var ég að keppa við nýtt fólk." Ólafur segir að ekki hafi verið neitt eitt sérstakt sem var minnisstœtt úrferðinni. „Ferðin öll var alveg frábær. Þetta var lfka svo samrýmdur hópur, góður andi. ~\ Við vorum farin að þekkjast nokkuð vel, flest öll eftir æfíngabúðir og keppnisferðir þannig að þetta var eiginlega eins og best varákosið." Og það er nóg af verkefnum framundan hjá Ólafi. Malmö Open í febrúar og Norðurlandamótið í Vestmannaeyjum næsta sumar. _______________________J Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.