Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1988, Side 14

Skinfaxi - 01.12.1988, Side 14
Mótlætið eflir mig Rætt við baráttukonuna írisi Grönfeldt. Iris talar út um Olympíuleikana,það sem gerðist þar og margt fleira íris er heimakær. „Ég er fædd og upp- alin Borgnesingur og hef aðeins farið á brott í framhaldsskóla og keppnir. Ég tók stúdentinn í Reykjavík, lauk því um jólin '82 og er síðan 8. janúar '83 komin út til Alabama í Bandaríkjunum í framhaldsnám í íþrótta- og heilsufræði. Þetta er skólinn sem Þráinn Haf- steinsson og Þórdís Gísladóttir sóttu og þau voru búin að tala við þjálfarann fyrir mig sumarið áður. Þar var mér boðinn styrkur. En ég ætlaði mér alltaf í nám tengt íþróttunum, ég er búin að vera „íþróttaidjót” mjög lengi, frá upphafi”, segir Iris og brosir breitt. Ég var í fótbolta með strákunum frá morgni til kvölds frá því ég var smástelpa. Það var náttúrulega litið á það sem dálítið skrýtið. En nú eru allar stelpumar í fótbolta og þykir sjálfsagt. Frjálsar íþróttir byrja ég síðan ekki að æfa fyrr en ég er 13 ára. Þá byrja ég strax að kasta spjóti. Ég varð í 2. sæti á M.í. 14 ára og yngri. Ég var svo nálægt því að vinna að ég ákvað á þeirri stundu að þetta væri mín grein. Ég var alltaf góð í boltaíþróttum, kasta boltum, grjóti þess vegna. Því hentaði spjótið mér vel. (Hlátur). En þetta var ekkert skipulagt nákvæmlega. Ég skipulagði ekki feril minn í íþróttunum á þessum tíma. Þegar ég var 13 ára kastaði ég 28 metra og árið eftir kastaði ég 36.86 m og setti telpnamet. Þetta var 1977. Þannig aðí ljósi þessa var það borðleggjandi hvað ég ætlaði að stunda í framtíðinni. Þeir lögðu grunninn En þeir sem lögðu nú grunninn að þessu öllu voru kennarar og þjálfarar sem voru þá í Borgarnesi. Þeir Ingimundur Ingimundarson, Flemming Jessen og Eyjólfur Magnússon. Ég á þessum mönnum mikið að þakka. Þegar ég var 15 og 16 ára þjálfaði Eyjólfur mig. Þá bætti ég mig úr 36 metrum í 45 m, bætti íslands- met fullorðinna um 6 metra. Þetta kveikti neistann fyrir alvöru. Síðan er það í fyrrahaust sem Eyjólfur kemur aftur inn í dæmið hjá mér. Þá fer 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar: 6. Tölublað (01.12.1988)
https://timarit.is/issue/288160

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

6. Tölublað (01.12.1988)

Handlinger: