Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1988, Síða 14

Skinfaxi - 01.12.1988, Síða 14
Mótlætið eflir mig Rætt við baráttukonuna írisi Grönfeldt. Iris talar út um Olympíuleikana,það sem gerðist þar og margt fleira íris er heimakær. „Ég er fædd og upp- alin Borgnesingur og hef aðeins farið á brott í framhaldsskóla og keppnir. Ég tók stúdentinn í Reykjavík, lauk því um jólin '82 og er síðan 8. janúar '83 komin út til Alabama í Bandaríkjunum í framhaldsnám í íþrótta- og heilsufræði. Þetta er skólinn sem Þráinn Haf- steinsson og Þórdís Gísladóttir sóttu og þau voru búin að tala við þjálfarann fyrir mig sumarið áður. Þar var mér boðinn styrkur. En ég ætlaði mér alltaf í nám tengt íþróttunum, ég er búin að vera „íþróttaidjót” mjög lengi, frá upphafi”, segir Iris og brosir breitt. Ég var í fótbolta með strákunum frá morgni til kvölds frá því ég var smástelpa. Það var náttúrulega litið á það sem dálítið skrýtið. En nú eru allar stelpumar í fótbolta og þykir sjálfsagt. Frjálsar íþróttir byrja ég síðan ekki að æfa fyrr en ég er 13 ára. Þá byrja ég strax að kasta spjóti. Ég varð í 2. sæti á M.í. 14 ára og yngri. Ég var svo nálægt því að vinna að ég ákvað á þeirri stundu að þetta væri mín grein. Ég var alltaf góð í boltaíþróttum, kasta boltum, grjóti þess vegna. Því hentaði spjótið mér vel. (Hlátur). En þetta var ekkert skipulagt nákvæmlega. Ég skipulagði ekki feril minn í íþróttunum á þessum tíma. Þegar ég var 13 ára kastaði ég 28 metra og árið eftir kastaði ég 36.86 m og setti telpnamet. Þetta var 1977. Þannig aðí ljósi þessa var það borðleggjandi hvað ég ætlaði að stunda í framtíðinni. Þeir lögðu grunninn En þeir sem lögðu nú grunninn að þessu öllu voru kennarar og þjálfarar sem voru þá í Borgarnesi. Þeir Ingimundur Ingimundarson, Flemming Jessen og Eyjólfur Magnússon. Ég á þessum mönnum mikið að þakka. Þegar ég var 15 og 16 ára þjálfaði Eyjólfur mig. Þá bætti ég mig úr 36 metrum í 45 m, bætti íslands- met fullorðinna um 6 metra. Þetta kveikti neistann fyrir alvöru. Síðan er það í fyrrahaust sem Eyjólfur kemur aftur inn í dæmið hjá mér. Þá fer 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.