Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 19
fundinum eins og eftirfarandi ályktanir bera með sér. „26. sambandsráðsfundur UMFÍ beinir því til stjómvalda að stuðla að endur- vinnslu á einnota umbúðum, svo sem dósum, femum, pappír og öðru sem til slíks er fallið. Jafnframt er því beint til stjómvalda að herða viðurlög við því að rusl sé skilið eftir á víðavangi.” „26. sambandsráðsfundur UMFI beinir því til stjómar UMFÍ að gangast fyrir þjóðarátaki um bætta umgengni í landinu.” Endurvinnsla og skilagjald „26. sambandsráðsfundur UMFI beinir því til stjómar UMFI að kannaðir verði möguleikar á söfnun á, t.d. pappír til endurvinnslu með fjáröflun fyrir einstök félög í huga.” „26. sambandsráðsfundur UMFÍ samþykkir að skora á ríkisstjóm Islands og tjármálaráðherra að leggja skilagjald á allar gosdrykkja-, öl- og bjórumbúðir með sama hætti og nú er Iagt á glerumbúðir um sömu voru.” Alit Landsmótsnefndar var að sjálfsögðu Landsmótsreglugerðin en útdráttur úr henni er hér í blaðinu. En auk hennar var eftirfarandi ályktun samþykkt: „26. sambandsráðsfundur UMFÍ leggur á það mikla áherslu að gerviefni verði lagt á hlaupa- og atrennubrautir íþróttavallarins að Varmá í Mosfellsbæ fyrir Landsmót UMFÍ 1990.” Þetta mál virðist nú komið í höfn eins og grein um þetta mál hér í blaðinu sýnir. Björn Þór Ólafsson, formaður UÍÓ, talaði hart gegn söluskatti á happdrœtti. Lottómál voru auðvitað mjög til umræðu. Hér eru tvær tillögur sem þeim tengjast og Fjárhagsnefnd lagði fram: „26. sambandsráðsfundur UMFÍ mótmælir harðlega frámkomnum hugmyndum um álagningu söluskatts á happdrætti. Hagnaði af happdrættum hefur verið varið til að standa undir margvíslegu menningar- líknar- og æskulýðsstarfi. Með álagningu söluskatts á fjáraflanir sem þessar minnkar þátttaka í þeim, þar með er rekstrargrundvelli kippt undan félögum þeim sem hafa haft tekjur af happdrættum. Álagning söluskatts á happdrætti getur því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir starf þessara félaga sem allir eru sammála um að séu nauðsynleg í landinu og best komin í höndum áhuga- manna og félaga þeirra.” Það liggur nú fyrir hjá stjómvöldum að taka ákvörðun um þetta mál og væri það mjög miður ef þessi hugmynd um söluskatt næði fram að ganga. Hægt nú lekur niður Þing og ráðstefnur UMFÍ eru fræg frá fomu fari fyrir kveðskap og hann oft góðan. Svovareinnignú. Tilefniðvarað einkennisstafir þeir sem settir höfðu verið upp yfir pontunni í fundarsalnum vildu á tímabili ekki sitja fastir á sínum stað. Þeir tóka að hallast og falla niður. Þá sté Pálmi Gíslason, formaður UMFI í pontu, kvað á þennan veg og beindi skeytum sínum að Herði Óskarssyni, starfsmanni UMFI; Næturstarfsins nýtur oft. Nú er lítill friður. Það sem Hörður hóf á loft hægt nú lekur niður. í kjölfar Pálma stökk Ingimundur Ingimundarson úr Borgarfirðinum í pontu og skutlaði fram eftirfarandi; UMFÍ ruggar og riðar, reynist nú festa ótraust. Áfram ávallt þó miðar því erum við glaðleg og hraust. IH Samhandsráðs undur! Magnús Stefánsson, framkvœmdastjóri UIA, í rœðustól. UörðurOskarsson að baki honum og vísast einfaldlega í vísuna hérásíðunni um þetta efni. Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.