Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1988, Qupperneq 22

Skinfaxi - 01.12.1988, Qupperneq 22
Takið með ykkur skóflur! Um nokkurn tíma hefur blakíþróttin átt hug ótrúlega margra norðfirðinga. s Astœðu þess að blakið hefur orðið svona vinsælt í Nes- kaupstað má rekja til þess að auk þess að vera ein- staklegafélagsleg íþrótt í eðli sínu hentaði hún vel hinu litla íþróttahúsi í Ne- skaupstað. Þeir Ólafur Sigurðsson og Grímur Magnússon, kennarar, hafa verið drifkraftar og mótorar í blakdeild Þróttar og aldrei talið eftir sér ómak í þágu þess að blakbolti verði áfram sleginn í Neskaup- stað. Sumir telja árangur í íþróttum í verðlaunagripum og fjölda fyrstu sæta. Það er auðvitað líka gert í Neskaupsstað en auk þess nota aðrir annan mælikvarða og telja hann oft mikilvægari. Þeir eru allmargir verðlaunagripir sem ungmenni úr Þrótti hafa unnið í blaki í gegnum árin. Sum þessara verðlauna hafa unnist eftir ævintýraleg ferðalög sem oft taka langan tíma. Það er ekki óalgengt að sjá svohljóðandi tilkynnningar á auglýsingatöflum Verkmenntaskóla Austurlands: Blakarar!! Farið verður kl. 5.00 í nótt. Allir taki með sér nesti og skóflur. Oft hefur verið not fyrir nesti og skóflur. Svo var síðastliðinn vetur þegar ein blakferðin til Reykjavíkur var farin. Daginn áður en leggja átti af stað voru veður válynd og útlit fyrir ófærð á Oddsskarði. Óli og Grímur drifu sig yfir skarð með rútuna sína (kappamir keyptu sér einfaldlega rútu undir blakliðin) þannig að hún væri tiltæk þar daginn eftir. Um morguninn þegar leggja átti í hann með snjóbíl yfir skarð bilaði snjóbíllinn og illa horfði með blakferð. Þegar landleiðin verður ekki farin verður að leita að sjóleið. í höfn var loðnarinn Jón Kjartansson frá Eskifirði að skila af sér bilaðri nót og var á Ieið heim. Blakliði Þróttar var stefnt til skips og siglt af stað til Eskifjarðar Nú varorðin talsverð seinkun á ferðinni og góð ráð dýr. Vitað var að talsverður snjór var á leiðinni milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og eitthvað þar sunnar. Kúla, skurður, brotið höfuðbein Stuttur stans var gerður á Reyðarfirði áður en haldið var út í ófærðina. Þá vildi svo til að þungurtjakkurslöngvaðisttil og skall í höfuð Óla blakara, sem þarna var líka í hlutverki bílstjórans. Hann var þar með sleginn út af laginu í þessari ferð og sendur heim með kúlu, skurð og brotið höfuðbein. í skyndi var útvegaður bílstjóri og lagt af stað. Færðin fór að þyngjast og handsterkir blakarar fóru út að moka. Þannig voru mokaðir einir 30 km afþjóðvegi. Sunnar var snjóléttara og þegar komið var á suðurlandið var liðinn næstum sólarhringur frá því lagt var af stað og svefn ríkjandi ástand í blakrútunni. Ekki segir af árangri en ekki var hann neitt lakari en endranær, enda handleggir styrktir af átökum við skóflur í sköflum á austfjarðavegum. Ekki hef ég það á hreinu hvort það var í þessari ferð eða annari þegar farin var næturferð austur, eftirkeppni í Reykjavík að allt í einu stóðu fjögur eða fimm hross fyrirframan rútuna á miðri brú. Það skipti engum togum að þar lágu fjórir hestar og brúin leit út eins og sviðsmynd í fjórða flokks vestra. Eftir skýrslugerð og stúss vegna hest- anna var haldið af stað á ný. Færðin versnaði eftir því sem austar dró. Eftir Breiðdalsvík var orðið mjög þungfært og skóflurnar teknar fram. Klukkustundum saman var skipst á um að moka slóð fyrir blakrútuna og heim komust allir. Það er margt hægt að gera með mörgum skóflum. Þó svo að mikið sé á sig lagt til að teljast liðtækur blakari í Þrótti Neskaupstað verða liðsmenn að bæta á sig 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.