Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 4
Nýrt ár. ViÖ erum farin að uppfyila áramótaheítín. Hér á bæ er afmælisár. Skinfaxi, blað ungmenna- félaganna er 80 ára. Satl að segja ótrúlegur aldur, Skinfaxí hefur komið út óslitið frá 1909 og mikið vatn liefur runnið til sjávar. Auðvitað verður afmælisins minnst á árinu með sérstöku afmælisbiaði. En víð höldum ótrauð áfram. Knatt-spymumenn eru nú á kafi í undirbúningi fyrir sumarvertíðina. Sem og dómar;ir. Þeir segjast ætla að taka föstum tökum það sem verið hefur blettur á knaftspymuiðkun hér á landi sem erlendis. Að leggja upp mciðsli á andstæðingnum. Meiðsli verða auðvitað með ýmsurn hætti, knattspyrnan er þannig íþrótt að ekki verður komist hjá meiðslum. Stundum er kappið meira en forsjáenstundumerannaðuppiáteningnum. „Efþið fáið ekki að minnsta kosti tvö eða þrjú gul spjöld í leiknum fáið þaið að heyra það, Engin prúðmennsku verðlaun hér." Eitthvað á þessa leið talaði ísienskur þjálfari við leikmenn í íslensku meistaraflokksliði fyrir ekki mörgum árum. Um það vitnar ónefndur knattspyrnumaður hér í blaðinu. Auðvitað er þetta ekki hið viðtekna í íslenskri knatlspyrnu. En það viðgengst allt ol'oft að leikmenn og þjáifarar einsetja sér að ganga eins langt og dómarinn leyilrsem endaroft með slæmum meiðslum. Það er kominn tími til að þessi mál séu rædd opinberlega á hreinskiiinn hátt eins og gert er í Skinfaxa að þessu sinni, En knattspyrna er ekki eina efnið í Skinfaxa að þessu sinni. Gunnar Páll Jóakimsson sér um iiina árlegu Afrekaskrá UMFÍ í frjálsíþróttum. Einnig má nefna sund. karate og ekki síst forvitnilega grein Þráins Hafsteinssonar, þjálfara og kennara um keppnisíþróttir bama. Þurfum við að endurskoða afstöðu okkartii keppni bama í öllum íþróttagreinum? Er t.d. íslandsmót í yngstu aldursflokkum það sem helst ber að stefna að. Fjölmargir telja að siíkt sé jafnvelhætulegt. ConradCawley, nýr landsliðsþjáitari ísundi segir þetta vonda stefnu. Hann segist í viðtali hér í blaðinu vilja takmarka þáttöku barna í landsmótum við lOáraaldur. Athyglisverðhugmynd. Útgefandi: Ungmennafélag íslands. - Ritstjóri-.Ingólfur Hjörleifsson. - Ábyrgðannaður: Pálmi Gíslason. - Stjóm UMFÍ: Pálmi Gísiason, formaður, Þórir Haraldsson, varafonnaður, Þórir Jónsson, gjaldkeri, Guðmundur H, Sigurðsson, ritari. Meðstjómendur.Dóra Gunnarsdóttír, Kiistján Yngvason, Sigurbjörn Gunnarsson. Varastjóm: Magndís Alexandersdóttir, Hafsteinn Pálssson, Matthías Lýðsson, Sæmundur Runólfsson. - Afgreiðsla Skínfaxa: Öldugata 14, Reykjavík, S:91 -12546 - Setning og umbrot: Skrifstofa UMFÍ. - Prentun: Prentsmiðjan Oddi, - Pökkun: Vinnustofan Ás. Allar aðsendar greinar er bírtast undir nafni em á ábyrgð höfunda sjálfra og túlka ekki stefnu né skoðanir blaðsins eða stjómar UMFÍ. 4 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.