Skinfaxi - 01.02.1989, Page 12
Knattspyrna
krakkann undir sinni handleiðslu en
foreldrið. Þjálfaramir eru í því
hlutverki að vera uppalendur ekki
síður en þjálfarar. Þeir verða því að
miða starf sitt við það og geta ekki
sagt hvað sem er.
Ábyrgð
forráðamannna
En ábyrgði er ekki aðeins þeirra
sem taka þátt í æfingum og keppni.
Hvað með þá forráðamenn sem taka
þá áby rgð að ráða þjálfara til félagsins.
Það finnast dæmi um menn sem hafa
orðið vitni að því þegar lagt er á ráðin
um að negla ákveðna leikmenn í liði
andstæðingsins. Þeim varð illa við en
gerðu ekkert ímálinu. Seinna sáu þeir
auðvitað eftir því og myndu bregðast
öðruvísi við í dag.
IH
Afleiðingar „neglingar". Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Þorvarður Björnsson, dómari sýnir
gula spjaldið. „Dómarar verða að
sýna samræmi í dómum til þess að
mark sé tekið á þeim.". - „Abyrgðin
er ekki einungis leikmanna og
dómara heldur ekki síður þjálfara
og forráðamanna félaganna", segja
viðmœlendur Skinfaxa.
Mynd ;Friðþjófur Flelgason.
Oft negldur niður
„Ég hef oft lent i því að vera
sparkaður niður og það er greinilegt
að vamarmaðurinn var ekki að elta
boltann", segir reyndur sóknarmaður
í liði utan Reykjavfkur.
„Þessa sögu geta sjálfsagt flestir
sóknarmenn sagt. Aftur á móti hef
ég verið heppinn að því leyti að ég
hef ekki meiðst alvarlega í þessum
„tæklingum". En svo veit maður
ekki hvaða fyrirskipanir leikmaður
hefur fengið. Hins vegar heyrir
maður margar ljótar sögur af
fyrirskipunumumneglingar. Sumir
þjálfarar gera allt fyrir árangur og ef
þeir telja að þeir komist upp með
það, þó það sé gróft, hika þeir ekki
við það. Þeir ganga eins langt og
dómarinn leyíir.
Ég get nú hins vegar sagt þér sögu af
félaga mínum frá þvt' við vorum að
keppa í íslandsmótinu innanhúss í
fyrstu deild um daginn. Þetta er
eldsnöggur strákur og komst hvað eft-
ir annað inn fyrir. Hann var aftur og
aftur klipptur niður. En dómarinn
sleppti andstæðingnum með aðvörun.
Svo gerist það í einunt leiknum að
leikmaður hefur misst andstæðing-
inn aftur fyrir sig og rífur í peysuna.
Hann er umsvifalaust rekinn út af.
Þarna er dómarinn auðvitað
dauðhræddur við að sinna starfi sínu,
þorir ekki að taka af skaríð.
Hvaða vit er í svona löguðu. Það er
kannski ekki nema vona að þessar
neglingar viðgangist þegar svona
lagað viðgengst.
Svo er það óskaplega pirrandi að
vera að keppa úti á landi við stórliðin
af Reykjavíkursvæðinu með dómara
þaðíut. Ef liðið er nógu stórt fá
vamarmenn að leika lausum hala
með að sparka menn niður.
Samræmið í dómum vill þá ansi oftt
gleymast. Þeir þurfa ekki að sitja
uppi með gagnrýni vegna þess að
þeir fara aftur suður. Þetta er mikil
brotalöm hjá dómurum. að það er
ekki sama hvaða lið það er sem verið
er að dæma á. Sorgleg staðreynd en
staðreynd samt sem áður. IH
12
Skinfaxi