Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 25
Keppnisíþróttir barna „Keppni i ’ið réttar aðstœður og réttframkvœmd hefurjákvœð áhrif áfélagslegan þroska..." - en „Hjá mörgum þýðir keppni ógnun um að gera mistök. Ljósm: Morgunblaðið/KGA. í nágrannalöndum okkar og hjá þeim þjóðum sem lengst eru komnar á þróunarbraut íþrótta og uppeldismála. Umræða og aðgerðir hafa verið þó nokkrar hér á landi og er það vel. Þessari grein er ætlað að verða innlegg í þá umræðu sem fer nú fram um þessi mál og vonandi verður hún sem flestum til gagns og tilefni til aðgerða. Varpað er fram nokkrum spurningum sem í umræðunni hafa verið um keppni bama og unglinga að undanförnu og hugsanlegum svörum. Eiga börn aö keppa? Bömum er hollt og nauðsynlegt að metast og keppa við sjálfa sig og önnur börn. Lífið allt er einhvers konar keppni og úrvinnsla þrauta. Það er því algerlega út í hött að ætla bömum að hætta að metast eða bera sig saman sín á milli. Keppni undir réttum kringumstæðum er hollur undir- búningur fyrir þá samkeppni sem í lífsbaráttunni felst. Keppni við réttar aðstæður og rétt framkvæmd hefur jákvæð áhrif á félagslegan þroska þeirra barna og unglinga sem íþróttir stunda. Það finnst þó ýmislegt sem mælir gegn keppni í íþróttum, sérstaklega hjá börnum og unglingum. Nokkur atriði sem mæla með keppni: - Þörfin fyrir að ná árangri er meðfædd og keppni því sjálfsagður þáttur til að fullnægja þeirri þörf. -Keppni er nauðsynlegur hvati fyrir þjálfunina. -Keppni kennir okkur að taka bæði sigri og ósigri. -Keppni gefur möguleika til samanburðar við aðra. Nokkur atriði sem mæla gegn keppni: -Keppni og keppnisaðstæður geta kallað fram keppnishræðslu, brotið niður sjálfstraust og ýtt undir árásargjama hegðun. -Fullorðnir gera óraunhæfar kröfur til barna. -Hjá mörgum þýðir keppni ógnun um að gera mistök. Barna- og unglingaþjálfarar, leiðbeinendur og uppalendur gegna mjög mikilvægu hlutverki þegar keppni barna er annars vegar. Það er nauðsynlegt að taka alvarlega þau rök sem mæla gegn keppni barna og koma í veg fyrir neikvæð áhrif hennar. Við verðum að leita allra leiðatil að rey nsla bama af íþróttum og keppni verði sem jákvæðust. Eru börnin okkar smækkaðar myndir fulloröinna? Við skulum gera okkur alveg ljóst að börn og unglingar eru ekki smækkaðar myndir fullorðinna. Þau hafa ekki Iíkamlegan, sálrænan né félagslegan þroska til að takast á við samskonar verkefni og fullorðnir svo sem keppni. Því er algerlega óraunhæft að gera kröfur til þeirra með sama hætti og gerðar eru til fullorðinna. Böm keppi við sömu aðstæður og fullorðnir? Keppni barna á vera aðlöguð þeirra aðstæðum, þroska og áhugasviði. Litlir vellir, litlir boltar, létt kastáhöld, styttri vegalengdir svo eitthvað sé nefnt. Reglur skal aðlaga eins mikið og hægt er til að keppnin og iðkunin verði sem ánægjulegust og áran- gursríkust ef til lengri tíma er litið. Keppni bama þarf alls ekki að lúta sömu meginreglum og hjá fullorðnum. Skoruð mörk í boltaleik er það sem sker úr um sigur í keppni. Þessi mælikvarði þarf alls ekki að vera sá sem alltaf skal nota í boltaleikjum barnaeðakeppni. Keppa á sem mest í því sem mikilvægast er að æfa á hverju aldursskeiði. Setjið t.d. upp keppni í tæknilegri útfærslu á aldrinum 10-13 ára þegar börnin eru móttækilegust fyrir tæknikennslunni. Hér má nefna færni með bolta, tæknilega útfærslu í sundi, tæknilega útfærslu í langstökki o.s.frv. Komum í veg fyrir keppnisaðstæður sem ekki henta og einblínum ekki á skammtímaárangur. Leggjum grunninn að framtíðarárangri með viðunandi aðstæðum á hverju aldursskeiði. Sömu kröfur á börn og fullorðna í keppni? Væntingar og kröfur eru líklegast sá þáttur sem verst hefur leikið okkar börn og unglinga síðustu áratugi. Keppni, metingur og samkepni á að fara fram með þeint hætti sem hentar börnum, í samfélagi barna. Samkeppni er holl og ýtir undir framfarir sé hún í réttu umhverfi og aðstæðum. Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.