Skinfaxi - 01.02.1989, Page 35
Aðalsteinn Sigmundsson
Aðalsteinn með kennararahópnum í Austurbæjarskóla þar sem
hann var kennari á stríðsárunum.
formennsku í UMFÍ var hann kjörinn
í nefnd þá sem samdi íþróttalögin sem
síðan voru samþykkt árið 1939 frá
Alþingi og gjörbreyttu stöðu
ungmennafélaga í landinu. Þykjast
margir sjá handbragð Aðalsteins á
þeim lögum. Hann var síðan kjörinn
í íþróttanefnd ríkisins árið 1940 og
var enn í þeirri nefnd er hann lést.
Brautryðjandi
Aðalsteinn flutti mörg og merk er-
indi á vegum U MFÍ, víða um land, um
uppeldis- og menningarmál. Hann
var enda mjög virkur í samtökum
kennara um árabil. Hann var m.a. í
stjórn S.I.B. (Samband íslenskra
bamakennara) 1934 og varð formaður
þess sambands frá 1942 árið áður en
hann lést. Hann skrifaði og samdi
margar greinar og erindi fyrir sænsk
og færeysk uppeldistímarit.
Aðalsteinn var sem sagt einn af
brautryðjendum í uppeldis- og
kennslumálum í landinu á þessum
tíma. Aðalsteinn var leiðbeinandi á
mörgum námskeiðum kennara bæði í
Reykjavíkog íFæreyjum. Uppistaðan
í flestum námskeiðum hans var gerð
vinnubóka í grunnskólum. Hann var
mikill vinurFæreyjaog Færeyingaog
fór oft þangað, sem leiðbeinandi á
kennaranámskeiðum. Arið 1933 fór
hann þangað með heilan bekk úr
Austurbæjarskólanum. Varbekkurinn
oft nefndur Færeyjarfaramir, enda
mun þetta hafa verið ein fyrsta hópferð
íslenskra skólabarna til útlanda.
Námsstjóri Vestfjarða
Aðalsteinn varð námsstjóri á
Vestfjörðum árið 1942. Hann hafði
ekki gegnt þeirri stöðu lengi er hann
lést. Þann 16. apríl 1943, þá er hann
var að koma úr eftirlitsferð frá
Vestfjörðum, féll hann út af skipinu
Sæbjörgu og drukknaði. Aðalsteinn
var þá aðeins 45 ára.
Af stuttaralegri og ófullkominni
upptalningu á atriðum ævistarfs
Aðalsteins má sjá að þar fór geysi
mikill atorkumaður sem setti rnjög
svip sinn á starf ungmennafélaganna
ogekki síður uppeldis- og fræðslumál
síns tíma. Og hann gerði það nteð
þeim hætti að spor hans ntunu sjást
um langa framtíð.
ÞP./IH
Aðalsteinn Sigmundsson
ogég
Ritstjóri Skinfaxa hefur beðið mig
aðskrifanokkrarlínurum kynniokkar
Aðalsteins.
Mín fyrstu kynni við Aðalstein voru
árið 1919, þegar hann gerðist
skólastjóri við bamaskóla Eyrarbakka
(barnaskólinn á Eyrarbakka er einn
elsti bamaskóli á Islandi). Aðalsteinn
kemur inn í samfélag skýrrar
stéttskiptingar. Hann vakti athygli á
þessu og var umdeildur fyrir og þótti
trúlaus. Þetta held ég að hafi veið
mikill misskilningur. Aðalsteinn var
trúaðurmaðuren trú hans varöðruvísi
en flestir voru vanir. Aðalsteinn trúði
á æsku landsins og það góða í
manninum. Hann var mjög
félagslyndur og starfaði að atorku í
Höfundur, Pórðw Pálsson, ungur maður í Þrastaskógi en þar voru þeir
Aðalsteinn mörg sumrin skógarverðir.
Skinfaxi
35