Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 30
Sund Englendingurinn Conrad Cawley sem tekið hefur við starfi Guðmundar S. Harðar- sonar sem landsliðs- þjálfari í sundi, hugsar hátt og langt fram í tímann. Hann er með tvær áætlanir í gangi sem ná fram til ársins 2000 eða þar um bil. Cawley var nýkominn frá Danmörkuúrkeppnisferðþegarnáðist í hann til viðtals. Cawley fór þangað með fjóra sundmenn, Ragnheiði Runólfsdóttur, Arnþór Ragnarsson, Örnu Þórey Sveinbjörnsdóttur og Gunnar Ársælsson. „Þetta gekk vel, það voru svo sem ekki neinir stórkostlegir tímar í sundgreinunum sem við tókum þátt íen við þvíerekki að búast. Það búast alltaf allir við að sundfólkið syndi stöðugt hraðar og hraðar. Þannig ganga hlutirnir hins vegar ekki fyrir sig. Það fer allt eftir árstíma og að hverju er stefnt.” Cawley er ráðinn til fjögurra ára. „Ég er ráðinn fram til Barcelona (Ólympíuleikamir,1992). Svo sjáum við til hvað gerist. Kannski verð ég héráfram, þaðfereftiraðstæðum. En jafnvel þó ég verði aðeins í fjögur ár mundiégviljaskiljaeftirmigákveðna þróun í íslenskum sundmálum, góða sundmenn á alþjóðamælikvarða. Áætlun um ólympíuleika En viðmiðumáætlanirokkarnú við Ólympíuleikana 1992, 1996 og eitthvaðþarframyfir. Égeraðleggja upp 6 ára áætlun fyrir 8 til 9 ára gamla krakka. Það má kalla það sex ára áætlunina. í þeim hópi væri þá fólk semgæti veriðþátttakendur 1996. Það erdálítið vandamál hérálandi aðfólk legguralltsittíeitthvaðeittoggleymir þá að það er dagur eftir þennan dag. “ Önnur áætlunin sem Cawley er að skipuleggja er að koma á einhvers konar sundskóla fyrir 8 og 9 ára krakka í Reykjavík og seinna meir um allt landið. “Hérna er ekki um að ræða hefðbundna þjálfun heldur mikið frekar kennslu með þjálfunarívafi, tvisvar í viku. Við ætlum að auglýsa þetta og reyna að ná til okkar 16 efnilegustu krökkunum, jafnt skipt milli kynja. Þetta væru krakkar sem ekki væru gengnir í sundfélög. Við munum kenna þeim í 2 ár og síðan gætu þessir krakkar gengið í félögin og farið að æfa þar. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er sú vissa mín að stíf sundþjálfun hafi mjög oft neikvæð áhrif á unga krakka. Þegar krakkar byrja að æfa ungir eru þeir oft orðnir hundleiðir á þessu 18 ára gamlir. Sundleiöi Sjáðu til, sund getur oft verið heldur leiðinleg íþrótt, fyrir þá sem eru kannski stöðugt í 4. 5. eða 6. sæti. Fyrir krakka sem eru góðir í sundi, númer 1, erþaðalltafskemmtilegtog 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.