Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1989, Side 34

Skinfaxi - 01.02.1989, Side 34
Aðalsteinn Sigmundsson I minningu Aðalsteins Æviágrip Frœðslusjóður UMFÍ - Minningarsjóður Aðalsteins Sigmundssonar Ungmennafélag íslands hefurblásið nýju lífi í fræðslusjóð sem settur vará stofn fyrirmörgum árum í minningu Aðalsteins Sigmundssonar en sem lognaðist svo tíl út af vegna penin- gaskorts. Með nýjum lottötekjum varákveðið þesi sjóður skyldi endurreistur og að styrkir skyldu veittir úr honum tíl ungmennafélaga sem, íþágu hreyfingarinnar ætlaði sér að leita sér frekari menntunar, hérlendis eða erlendis. En hver var Aðalsteinn? Hann var m.a. formaður UMFÍ, ritstjóri Skinfaxa og brautryðjandi í kennslu- og uppeldismálum hérlendis. Greinarnarhérað aftan eru saman- tektundirritaðsog ÞörðarJ. Pálssonar, fyrrver- andi kennara og skógarvarðar í Þrastaskógi en Þórður þekkti vel til Aðalsteins. IH Aðalsteinn Sigmundsson fæddist 10. júlí 1897 að Árbót í Aðaldal, Suður - Þingeyjarsýslu. Hann var hálfbróðir Steingríms Baldvinssonar, sem var lengi bóndi að Nesi í Aðaldal og kennari þar í sveit. Alsystkini Aðalsteins eru Amór Sigmundsson og Jóhanna Sigmundsdóttir. Amór var lengi bóndi í Árbót og síðar búsetturá Akureyri. Hannernúlátinn. Jóhanna Sigmundsdóttir bjó lengi að Ystafelli í Köldukinn og býr nú á elliheimilinu Hvammi á Hú^avík. Fyrstu kynni Aðalsteins af ungmennafélögunum voru í heimasveit hans þar sem hann gekk í ungmennafélagið Geisla í Aðaldal. Þegar Aðalsteinn varárin 1911-1914 við prentnám á Akureyri gekk hann í Ungmennafélag Akureyrar. Námsferðir Kennarapróf tók hann 1919ogfórþá á kennaranámskeið til Danmerkur. Árið 1929 fór hann svo í námsför til Englands, Svíþjóðar og Danmerkur. Hann fór aftur í námsför til Svíþjóðar og Noregs árið 1935. Aðalsteinn kenndi í Aðaldal 1917 - 1918. Þá gerðist hann skólastjóri barnaskólans á Eyrarbakka og var þar í 10 ár, 1919 - 1929, er hann varð kennari við Aðalsteinn Sigmundsson Austurbæjarskólann í Reykjavík, 1931 - 1942. Árið 1942 var Aðalsteinn námstjóri á Vestfjörðum en það starf hans varð stutt þar sem hann lést sviplega árið eftir. Aðalsteinn kom á Eyrarbakka árið 1919einsogfyrrsagði. Þarvarhann aðalhvatamaðurinn að stofnun ungmennafélags Eyrarbakka. Á Eyrarbakka stofnaði hann einnig skátafélagið Birkibeinaog vann mikið í G.T. þar. Á Eyrarbakkaárum sínum var hann einnig stjórnarmaður í Héraðssambandinu Skarphéðni frá 1922 til 1927. Formaður UMFÍ Afskipti hans af heildarsamtökunum hefjast fyrir alvöru þegar hann gerist skógarvörður í Þrastaskógi árið 1924. Á aukaþingi UMFÍ árið 1929 leggur Aðalsteinn fram drög að nýjum lögum UMFÍ, tímaritsins Skinfaxa og Þrastaskógar enda voru honum hugleikin mjög skipulagsmál hreyfingarinnar og lagði mikið upp úr að hreyfingin fylgdi tímans straumi. Árið eftir, 1930, var Aðalsteinn kjörinn formaður UMFI og gegndi hann því starfi til 1938. Sama ár og hann varð formaður UMFÍ gerðist hann ritstjóri Skinfaxa ásamt því að vera skógarvörður í Þrastaskógi og kennari. Um það leyti er Aðalsteinn lét af 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.