Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1989, Page 17

Skinfaxi - 01.02.1989, Page 17
Frjálsíþróttir öðrum greinum. Aðeins Ólafur Guðmundsson, HSK, stekkur yfir 14 metra og hann og aðrir þrístökkvarar þurfa að taka sig taki og bæta sig verulega. Bjarni Sigurðsson, HSS, stökk sig inn í unglingalandslið og á mikið inni. Kúluvarp Pétur Guðmundsson kastaði yfir 20 m og æfingaköst í vor bentu til enn lengri kasta þegarmeiðsli settu áætlun Péturs nokkuð úr skorðum. Árangur hans á Ólympíuleikunum var þó vel viðunandi og er Pétur sá frjálsíþróttamaður sem einna mestar vonir eru bundnar við á alþjóðavettvangi á næstu árum. Þeir Vésteinn Hafsteinsson, HSK, ogHelgi Þór Helgason, USAH, náðu ágætum árangri miðað við að æfa fyrir kringlukast. Andrés, bróðirPéturs, er upprennandi kastari og má vænta stórbætinga frá þeim dreng. Kringlukast Vésteinn jafnaði Islandsmetið og vantar ekki mikið á að verða mjög sterkur á alþjóðamælikvarða. Helgi Þór, Andrés, Pétur og Unnar náðu ágætum árangri. Árangurþeirrabestu Vésteinn Hafsteinsson, HSK. í kringlukasti er betri en í nokkurri annari grein. Sleggjukast Líklega er Guðni Sigurjónsson, UMSK, hér kominn í sína framtíðargrein. Spurning er hvort hann ógni ekki Islandsmetinu strax næsta sumar. Árangur í greininni er annars frekar slakur þrátt fyrir greinilegan uppgang. Spjótkast Einar Vilhjálmsson, UÍA, setti glæsilegt Islandsmet og var raðað sem fimmta besta spjótkastara heims eftir síðasta keppnistímabil. Hann hefur því endurheimt stöðu sína frá því þegar hann var sem bestur með gamla spjótinu. Sigurður Matthíasson, UMSE, byrjaði árið vel en varð síðan fyrir meiðslum. Árangur Unnars Garðarssonar, er ágætur en ekki bæting. Jón Arnar er á réttri leið og Jóhann Hróbjartsson og Ágúst Andrésson eru efnilegir unglingar. Tugþraut Jón Arnarsetti unglingametog varð Norðulandameistari unglinga í sínum aldursflokki. TrúlegageturJón Amar komist í allra fremstu röð í tugþraut ef rétt er á málum haldið. Gísli Sigurðsson var meiddur en Gunnar bróðir hans náði athyglisverðum árangri. Því ntiður var árangur hans ekki löglegur vegna of mikils meðvinds. AuðunnGuðjónsson náði sér ekki á strik en hefur engu að síður náð betri tökum áeinstökum greinunt og gæti bætt sig verulega í sumar. Konur Spretthlaup Framfarir eru því miður ekki fyrir hendi. Svanhildur Kristjónsdóttir og Guðrún Arnardóttir úr UMSK náðu ekki að bæta sig þó þær haldi sinni stöðu í landsliði. Ágústa Pálsdóttir, HSÞ, og Berglind Bjarnadóttir, UMSS, sýndu aukinn styrk og allar eiga stúlkurnar að geta stórbætt sig. UnnurStefánsdóttir, HSK.hljópntjög vel 400 metrana. Millivegalengir og langhlaup Breiddin er minni en oftast áður síðastliðin lOtil 15ár. RutÓlafsdóttir, UIA, hljóp mjög vel um vorið en meiddist síðan. Fríða Rún Þórðardóttir, UMSK, sýndi miklar framfarir og skemmtilegt keppnis- skap. MargrétBrynjólfsdóttir,UMSB, bætti sig í 800 m og 3000 m en þarf að auka styrk til að bæta sig verulega. Guðrún E. Gísladóttir, HSK, bætti sig ekki en má alls ekki láta deigan síga því hún getur bætt sig mikið. Grindahlaup Ingibjörg Ivarsdóttir, HSK, erbest í báðum grindunum og er árangur hennar þokkalegur í stuttu grindinni. Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.