Skinfaxi - 01.02.1989, Page 29
Karate
líta um of upp til hans. Mér verður
líka hugsað til Iranna í þessu sambandi.
Ég þjálfaði þá í tvö ár. Þeir voru
sterkir líkamlega en tæknin var ekki
nógu góð. íslenskir karatemenn eru
írum fremri í tæknilegum atriðunum.
En eftir tvö ár hjá þeim hafði mér
tekist að ná upp svo miklu
keppnisskapi hjá þeim að þeir voru
hreint óðiríaðkeppa. Alvegsamaþó
það væru heimsmeistaramir. Og þeir
ætluðu sér að vinna, hvað sem það
kostaði. Þeir höfðu rétta hugarfarið,
höfðu óbilandi trú á sjálfum sér.
Hér á landi vantar menn nokkuð trú
á sjálfa sig á alþjóða mælikvarða. Hér
er ríkjandi of mikil vantrú á möguleika
Islendinga. Og ég ætla að gera allt
sem í mínu valdi stendur til að breyta
því.”
Flemming hefur komið hingað með
reglulegu millihili undanfarin ár og
segist alltafhafa rekist á þetta.
„Það er mjög auðvelt að ná upp
mikilli keppnishörku rétt fyrirkeppni.
En ef þetta á að rista eitth vað dýpra og
vera langvarandi þarf að vinna að
þessu kerfisbundið og gefa sér tíma.
Það kæmi mér ekki á óvart að það
megi finna þennan eiginleika hjá
Islendingum, vöntun á trú á sjálfa sig
og bjartsýni í samanburði viðerlendar
þjóðir. Keppnismaður á auðvitað að
bera virðingu fyrir andstæðingi sínum
en hann má ekki setja andstæðinginn
um leið á stall í huga sér."
IH
Ushiro Geri heitir þessi tœkni. Atli
Erlendsson, landsliðsmaður til
margra ára þjálfari frámkvœmir
sparkið.
Flemming sýnir réttu tœknina.
Ungmenna og íþróttafélög.
Fáið myndalistann okkar næst þegar
þið þurfið að veita skemmtilega
viðurkenningu.
Við getum ýmislegt gert fyrir ykkur.
Skinfaxi
29