Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 26
Fullorðinsmót fyrir böm eru ekki rétta leiðin. Þrýstingurog vanhugsaðar væntingar foreldra, aðstandenda og þjálfar eru óholl bömum. Böm eru langt frá því að vera fullmótaðir einstaklingar og því er af og frá að þau geti staðið undir þeirri pressu að eiga að ná vissum árangri sem einhverjir utanaðkomandi hafajafnvel ákveðið að nást eigi. Kröfur og væntingar fullorðinna til bama eiga og mega alls ekki verajafnmiklarog til fullorðinna, þrautreyndra keppnismanna. Eiga börn aö keppa um íslandsmeistaratitla? Keppni um landsmeistaratitla í barnaflokkum er sífellt að færast neðar í aldursflokka. I raun er það ekki óhollusta keppninnar sjálfrar sem mælir gegn keppni 10 ára bama um íslandsmeistaratitil heldur sú spenna og væntingar sem byggðar eru upp fyrir og eftir að um slíkan titil er keppt. Ólíklegter að takist að minnka þá spennu sem hér um ræðir á meðan við köllum þessi mót okkar Islandsmót. Lausnin gæti því verið sú að komið verði á keppnum sem kenndar eru við t.d. ákveðna kappa úr fomsögunum eða einhverjar aðrar áhugaverðar persónur. Lögð verði áherslaákeppni liðaog fjöldaþátttöku. Dregið verði úr keppni um einstaklingstitla og keppni í einstaklingsgreinum. Ahersla lögð á fjölhæfni og keppni í fjölþrautum. Lögð áhersla á að keppnis- fyrirkomulagið endurspegli og laði fram þá þætti sem mikilvægastir eiga að vera í þjálfuninni á viðkomandi aldurskeiðum. Mun meiramáleggja upp úr félagslegum uppákomum og kynnumkeppenda. Dragaverðureins mikið og mögulegt er úr kröfum og væntingum sem til keppenda verða gerðar með öflugri kynningarherferð um allt land. Sama umfjöllun um börnin og stjörnurnar? Umfjöllun í fjölmiðlum um barnaíþróttir þarf ekki að vera mikil og ef um er að ræða umfjöllun þá ætti að leggja áherslu á frásögn af keppni, æfingum og árangri sem heild. Keppnisíþróttir barna Fjölmiðlar búa til stjörnur með umfjöllun sinni, slíkt ætti ekki að eiga sér stað með böm og unglinga. Þau eru engan vegin undir það búin að taka þeirri athygli og umstangi sem um þau geturorðið á unga aldri og því síður mótlætinu seinna meir ef þau skyldu hrapa af þessum „stjörnuhimni”. Böm geta og gera það oft að skara fram úr á vissu aldursskeið í keppni vegna bráðþroska. Þessi börn eru síðan hafin upp til skýja og gerð að stjömum í augum fullorðinna og félaganna. Forskotið sem bráðþroskinn veitir er skammgóður vermir þeim sem á honumbyggja. Þaðmótlætisemslíkar „stjömur” verða fy rir þegar þær hætta að skína verður mörgum þeirra um megn. Hvað manst þú eftir mörgum bamastjömum í íþróttum sem horfið hafa af sjónarsviðinu, um og stuttu eftir kynþroskaskeiðið og aldrei hafa komið fram meira sem íþróttamenn hvað þá „stjömur”? Þátttaka barna í keppni Hlutur keppninnar í barna- og unglingaíþróttum á að vera lítill en þeim mun meiri áhersla á kennslu og leik. Hver er tilbúinn að segja að keppni krakkaliða á sparkvellinum sé óholl, eða metingur krakka í milli um hver stekkurlengst í langstökki. Hver verður annar, þriðji o.s.frv. Hér er átt við þær keppnir og leiki sem þau koma á sjálf. Pabbi stendur ekki á hliðarlínunni og argast og skammast. Mamma stendur ekki við sandgrifjuna og krefst þess að Stína stökkvi lengra en Gunna. Þar sem krakkamir fá að stjórna keppninni sjálf og ekki er um óeðlilega utanaðkomandi spennu og þrýsting að ræða er keppni þeim holl. Þau leika Carl Lewis, Atla Eðvaldsson, Einar Vilhjálmsson, Griffith-Joyner ofl. Þau ímynda sér að þau séu stjörnur og reyna að herma eftir þeim. Engin utanaðkomandi spennaerfyrir hendi eða kröfur gerðar til þessara stjarnaáspark-eðaleikvellinum,þetta er leikur sem inniheldur keppni. Keppni og samanburður er eitth vað sem við getum ekki komist hjá á lífsleiðinni og því er nauðsynlegt að við kennum ungum börnum hvernig eigi að keppa, hvernig eigi að taka sigri hvemig eigi að taka ósigri, hvemig eigi að umgangast þá sem sigra og hvernig við umgöngumst þá sem töpuðu. Kennum þeim að setja sér raunhæf markmið í keppni við sjálfansigeðaandstæðinga. Leggjum áherslu á heiðarlega keppni og að farið sé nákvæmlega eftir þeim reglum sem gilda í hvert skipti. Sigur hvaö sem hann kostar ? Iþróttir eru svo miklu meira en það sem íhreyfingunni felst. Iþróttaiðkun og þar með keppni snýst um: aga, þrautseigju, samvinnu, þroska sjálfsvirðingar, presónuleg markmið og hæfileika, uppgötvanir, tilraunir, gleði, frjálsa tjáningu og sjálfvalinn leik. Sigur í keppni er langt frá því að vera það sem alltaf skal stefnt að í keppni. Það eru aðeins fáir sem sigra í keppni og því er það fljótvirk leið til að brjóta niður sjálfstraust og gleði ef markmiðin eru alltaf röng. Kennum börnunum: - Að setja sér og okkur raunhæf markmið sem fylgir hæfileg spenna t.d með því að: -Ná betri árangri en síðast. -Að gefast ekki upp og sýna þrautseigju. - Að setja markmið og finna hentuga leið til að ná því. -Að spila fyrir liðið. -Að hafa gaman af keppninni. Barna- og unglingaþjálfarar, stjórnendur ungmenna og íþróttafélaga, fræðsluráð og nefndir íþróttahreyfingarinnar, íþrótta- kennarar og kunnáttufólk á sviði fþrótta eru þei r aði lar sem bera áby rgð á að rétt sé á málum haldið varðandi keppnisfyrirkomulag og íþróttaiðkun barna. Það er okkar mál að ákveða stefnuna, kynna hana síðan og koma í framkvæmd. Við þurfum að kynna fyrir foreldrum hvernig þeir geta best staðiðaðbaki bömumsínum í íþróttum og aðstoðað þjálfarana og leiðbeinendurna við að gera íþróttaiðkun barnsins sem ánægju- legasta og árangursríkasta í öl 1 u t i 11 i ti. 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.