Skinfaxi - 01.02.1989, Side 15
Frjálsíþróttir
Agœtar framfarir eru í langhlaupunum .
UmfjöllunSkinfaxaumfrjálsíþróttir
hefur jafnan verið vegleg og
undirritaður mun gera sitt besta í að
feta í fótspor þeirra ágætu manna sem
fjallað hafa um afrekaskrá ársins
undanfarin ár. A Olympíuári beinast
augun enn frekaraðokkarafreksfólki.
ÁranguráÓlympíuleikunum varekki
samkvæmt björtustu vonum en í okkar
afreksmönnum býr enn rneira. Þeir
halda áfram þrotlausum æfingum og
eiga örugglega eftir að uppskera
samkvæmt því. Fjöldi efnilegra
íþróttamanna geta fetað í fótspor þeirra
og einhverjir þeirra sem hér verður
fjallað um eiga eflaust eftir að vera þar
á meðal.
Kadar
Spretthlaup
Spretthlaupsgreinarkarlahafaverið
í nokkurri lægð á íslandi undanfarin
ár og breiddin lítil. Jón Arnar
Magnússon, HSK, kom mjög sterkur
upp í 100 metrunum í sumar. Hann
náði besta árangri ársins og lofar sá
árangur góðu urn framhaldið. Egill
Eiðsson, UÍA, er í fremstu röð sem
fyrr en hann varð fyrir meiðslunr á
uppbyggingartímabilinu sem komu í
veg fyrir framfarir. Gunnar
Guðmundsson, UÍA, bætti sinn
árangur í400 m og með áfranrhaldandi
eljusemi við æfingar reikna ég með
Gunnari um eða undir 48 sekúndum
næsta sumar. Friðrik Uarsen, HSK,
náði einnig athyglisverðum árangri
og er framtíðarmaður í greininni.
Millivegalengdir
Guðmundur Sigurðsson, UMSK,
náði ágætum árangri í 800 og 1500 m
og bætti sinn fyrri árangur. Það voru
honum örugglega vonbrigði að hlaupa
ekki undir 1:50 í 800 m en til þess að
ná því hefði hann þurft að komast í
fleiri góð hlaup seinni hluta sumars.
Brynjúlfur Hilmarsson, UÍA, virðist
vera að koma upp aftur og náði ágætu
1500 m hlaupi í ágúst. Friðrik Larsen
bætti sig vel í 800 m og lofar árangur
hansgóðu. ArngrímurGuðmundsson,
UDN, fór undir 2 mínútur í 800 m í
fyrsta sinn. Arngrímur er óskólaður
hlaupari en virðist hafa alla burði til
að ná langt. Daníel Guðmundsson,
USAH, bætti sig í 800 og 1500 m.
Hann á að komast vel undir 4 nrínútna
múrinn í sumar.
Langhlaup
Már Hermannsson, UMFK, bætti
sig vel í 5000 m í landskeppninni við
Luxemburg. Vonandi verður þessi
bæting til að hvetja hann til dáða og til
að stefna markvisst á Islandsmetin í
5000 og 10.000 m. Brynjúlfur hljóp
gott 10.000 mhlaupíhaustogefhann
einbeitir sér að lengri hlaupunum eru
Islandsmetin í hættu. Daníel hljóp
3000 m mágætlega og hálfmaraþon-
hlaup en virtist annars stefna meira á
styttri vegalengdir á brautinni.
GunnlaugurSkúlason, UMSS, komst
í fremstu röð langhlaupara eftir að
hafa hlaupið á 16:50 í 5000 m árið
áður. Vonandi geta framfarir hans
verið öðrum langhlaupurum hvatning.
Grindahlaup
Gísli Sigurðsson, UMSS, náði sér
merkilega vel á strik í 110 m
Skinfaxi
15