Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 38
Aðalsteinn Sigmundsson
Aðalsteins til að leita ráða og fá hjá
honum hvatningu sérstaklega voru það
ungir rithöfundar og listamenn og átti
hannmargafélagaog viniíþeimhópi.
Allir sem leituðu til hans fengu
hvatninguográð. Viðnemendurhans
nutum einnig góðs að þessu að nokkru.
Vil ég þar nefna t.d. Ríkharð Jónsson,
myndlistamann. Ríkharður var oft í
Þrastaskógi á þeim tíma sem ég var
handgenginn Aðalsteini en ég dvaldi
mikiðmeðhonumíÞrastaskógi. Þegar
Aðalsteinn dó gerði Ríkharður
minnisvarðann sem nú stendur við
fþróttavöllinn íÞrastaskógi. Ríkarður
gaf alla þá vinnu.
Gunnar M. Magnúss, rithöfundur,
og Aðalsteinn unnu mikið saman. Þeir
voru báðir kennarar, saman í stjórn
S.Í.B. og gáfu út og sömdu tímaritið
Sunnu 1933, en það var tímarit barna
ogæskumanna. IngimarJóhannesson,
kennari og Aðalsteinn vom miklir vinir
og gáfu út og sömdu Börnin skrifa,
1938. Þeir voru líka í stjórn S.Í.B. í
mörg ár og kenndu saman á
Eyrarbakka. Sigurjón Olafsson,
myndhöggvari, var nemandi
Aðalsteins frá Eyrarbakka. Kristinn
Pétursson, listmálari, var lengi í
Þrastaskógi og Þrastalundi. Þá má
ekki gleymakunningsskap Aðalsteins
við Jóhannes úr Kötlum, góðskáld og
Stefán Jónsson kennara og skáld.
Aðalsteinn og Stefán voru
Sandprýði á Eyrarbakka árið 1926. Þarna bjó Aðalsteinn á
skólastjóraárum sínum á Eyrarbakka.
Ég kynntist Aðalsteini fyrst 1926,
þá var hann skólastjóri á Eyrarbakka.
Þannig hagaði til að ég fæddist á
Leifseyri á Eyrarbakka 1921, en
Aðalsteinn bjó þá í Sandprýði og lágu
lóðir okkar saman. Kom ég þá
stundum í heimsókn. Þessar
heimsóknir urður tíðari og þegar
Aðalsteinn fluttist til Reykjavíkur fór
ég stuttu seinna til hans. Öll mín
námsár var ég hjá Aðalsteini og hvatti
hann mig til kennaranáms. Á árunum
1929 - 1943 var ég meira og minna á
hans vegum, en í dag 1988 nýt ég
mjög hans uppeldis og ráða. Það er
margs að minnast frá öllum þessum
árum.
og kenndi við skólann. Ég hjáhonum
í bekk og þá var ekki spurt um
klukkuna, því Aðalsteinn kenndi
okkur á daginn og kvöldin. Hann
kenndi okkur að vinna við
vinnubókargerð, smíði, útskurð o.fl.
Allir í bekknum voru vinir og félagar.
Listamenn-
rithöfundar
Á þessum árum komu margir til
Austurbæjarskólinn
Eins og áður er á minnst kynntist ég
Aðalsteini fyrst árið 1926, á tímum
mikillar fátæktar á Eyrarbakka.
Vertíðin hafði brugðist, engan fisk að
fá. Þáurðumargirgjaldþrotaogþeirra
á meðla var faðir minn sem missti
bæði bát sinn og vinnslu. Hannfórá
bát sem hét M.B. Sæfari. Báturinn
fórst með öllum mannskap 7. apríl
1927. Ég var því föðurlaus 6 ára
gamall og við systkinin sjö í ómegð.
Þetta voru erfiðir tímar og það hefur
Aðalsteinn séð.
Þegar ég var 13 ára fliitti ég til
Aðalsteins. Hann bjó þá í
skólastjóraíbúð Austurbæjarskólans
Séð í Þrastalund árið 1934.
38
Skinfaxi