Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 13
Heilbrigðismál
Að
velja
heilbrigða
lífshœtti
Heilbrigðismál og vegur
þeirra hefur verið mjög í
um-ræðunni upp á
síðkastið. Það vakti þó
nokkra athygli í haust
þegar heilbrigðis-
ráðuneytið skipaði nefnd
með þátttöku UMFÍ, ÍSÍ,
Landlækni og
Æskulýðsráði ríkisins til
að stuðla að heil-brigðum
lífsháttum æskufólks.
Nefndin gaf út veggspjald, límmiða
og barmmerki með yfirskriftinni;
„Mitt líf ég vel”. Þessu var dreift til
tuga þúsunda námsfólks í
grunnskólum landsins.
Unnur Stefánsdóttir, vel þekkt sem
frjálsíþróttakona úr HSK, er
starfsmaður þessarar nefndar. Unnur
upplýsti að þetta starf væri hluti af því
fyrirbyggjandi starfi í heil-
brigðismálum sem heilbrigðis-
ráðuneytið hefur tekið upp. „Það er
nýtt í þessu”, segir Unnur „að
ráðuneyti taki upp samstarf í þessum
mæli við fyrrnefnd samtök og það er
fyrirhugað að framhald verði á því.
Veggspjaldið og það sem því fylgdi er
aðeins fyrsta skrefið í þessu
fyrirbyggjandi starfi. Við höfum
fengið nokkra tjárveitingu og erum
n ú að undirbúa næsta skref. Það eru
Almenningsíþróttir er
mikið stundaðar á
Norðurlöndunum
tveir þættir sem verða sýndir í
Fræðsluvarpi Ríkissjónvarpsins á
útmánuðum. ”
Almenningsskokk
En Unnur kemur víðar við í þessum
málum. Hún er nú ásamt Sigurði
Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra
UMFÍ, að vinna að undirbúningi
verkefnis sem þau nefna einfaldlega
Heilbrigðisverkefni. Til stenduraðfá
fólk af að minnsta kosti sex
þéttbýlisstöðum á landinu til þess að
koma af stað n.k. trimmhópum fyrir
fólk sem hefur áhuga á hollri hrey fingu
en er ekki tilbúið að fara á æfingar hjá
félögum eða í frjálsa tíma í einhvers
konar þolleikfimi. Þess í stað yrði um
að ræða gönguferðir, skokk og aðra
létta hreyfingu sem fólk kæmi saman
til þess að stunda. Ungmennafélögin
á stöðunum sex myndu sjá um
framkvæmd æfinganna. í þessu
sambandi erum við að vonast til að fá
heilsugæslustöðvar á viðkomandi
stöðum í lið með okkur með
einhverjum hætti, t.d. með einhvers
konar mælingum eða eftirliti með
heilsu þess fólks sem væru
þátttakendur.
Hugmyndin frá
Flateyri
Hugmyndin að þessu verkefni er
komin úr ungmennafélags-
hreyfingunni.fráSigrúnuGísladóttur,
stjórnarmanni í Gretti á Flateyri.
Sigrún er þar hjúkrunarkona. Núna er
verið að afla efnis í möppu til not-
kunar í tengslum við þessar æfingar
og heimamenn eru að skoða þetta.
Staðirnir sem hugmyndin er að koma
þessu af stað á eru Stykkishólmur,
Flateyri, Sauðárkrókur, Egilsstaðir,
Selfoss og Mosfellsbær. í Mosfellsbæ
vitum við reyndar að kominn er af
Stað hópur í líkingu við það sem við
erum að undirbúa. Sá hópur er ekki í
tengslum við Heilsugæsluna en er
búinn að vera í gangi frá því í haust og
gengur vel.”
Unnur segir þetta allt vera á
undirbúningsstigi enn og því sé ekki
hægt að fullyrða um hvort þessi
starfsemi fer af stað á öllum þessum
stöðum. Þettaþarf að undirbúa vel. og
þarf sinn tíma. Þó er stefnt að því að
þetta geti farið af stað í febrúar eða
mars.
„Enn er lil dæmis alveg óljóst hvort
starfsfólk heilsugæslustöðva geti
komið því við að taka þátt í þessu
starfi vegna anna við störf sín”, segir
Unnur. Við erum þó vongóð um
einhvers konar samstarf. H ugmyndin
var að þetta samstarf fælist í því að
fólkið úr hópnum kæmi á ákveðnum
tímum og gengist undireinhvers konar
próf í tengslum við skokkið, t.d. að
mæla blóðþrýsting eða fylgjast með
líðan þess á einhvern hátt", sagði
Unnur að lokum. IH
Skinfaxi
13