Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1989, Page 24

Skinfaxi - 01.02.1989, Page 24
Keppnisíþróttir barna vatni, fjallar um keppni í íþróttum barna Keppni hefur fylgt iðkun íþrótta frá alda öðli. Keppni mikilla garpa þótti sjálfsögð og þykir enn. Menn og konur keppa um sœmdarheiti og titla. Eftir því sem íþróttaiðkun hefur orðið almennari hefur keppnum fjölgað mjög. Börn og unglingar hefja iðkun íþrótta mun fyrr en áður var og þátttakan er almennari. Keppnifullorðinna er hluti afokkar menningu og hefur svo verið lengi. Þegar íþróttaiðkunin fœrðist í neðri aldurshópa lá auðvitað beint við að börn kepptu líkt og þeir fullorðnu, við sömu aðstæður, í sama formi, við sömu utanaðkomandi aðstœður, vœntingar, spennu, um sömu titla. Krafan um sigur hvað sem hann kostar, var og hefur verið ríkjandi. Eina breytingin sem gerð var frá fullorðinskeppni var að framan við eða aftan við titilinn v.ar skeytt einhverju sem auðkenndi aldur eða gaf til kynna á einhvern hátt að þarna væru ekki fullvaxnirkappar. Aukinni keppni barna og unglinga hafa fylgt ýmis neikvæð áhrif: Krafan um sigur hvað sem hann kostar. Aukið ofbeldi í keppni. Auknar kröfur og væntingar til efnilegra bama og unglinga til síaukins árangurs. Fleiri og fleiri erfiðar keppnir og tilheyrandi aukning og álag æfinga. Þessir þættir endurspegla íþróttir fullorðinna og bera þess vott að við höfum litið á barnaíþróttir sem smækkaða mynd af fullorðins- íþróttum. Þetta er vitlaus og stórhættuleg hugmynd. Málin í endurskoöun Mikil áhersla er nú lögð á að bæta keppnisfyrirkomulag íbarnaíþróttum 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.