Skinfaxi - 01.02.1989, Page 5
Molar
Eiginkonur landsins
sameinist.
Eitthvað slíkt dettur manni í hug
þegar gluggað er í Hugin sem er
félagsblað Umf. Baldurs. Þar er lítil
grein sem ber yfirskriftina Keðjubréf
og hljóðar svo: „Þætti ekki öllum
eiginkonum upplífgandi að fá svona
keðjubréf:
Kæra vinkona!
Upphaf þessarar keðju er hugsjón um
það að færa þreyttum eiginkonum
ævarandi sáluhjálp og hamingju.
Olíkt flestum öðrum keðjum kostar
þessi ekkert, eða enga peninga. Þú
sendireinfaldlegaeintakafþessubréfi
til vinkvenna þinna (giftra) sem sitja í
sömu súpunni og þú.
Síðan pakkarðu manninum þínum inn
og sendir hann til þeirrar konu sem
efst er á listanum og bætir þínu nafni
neðst.
Þegar nafn þitt er komið efst á listann,
þá munt þú fá 500 karlmenn heim til
þín og sumir munu vera algjörtÆÐ/.
Þú verður að hafa trú á keðjunni. Ein
kona rauf keðjuna og fékk manninn
sinn sendan til baka. Láttu það ekki
henda þig!
Þegar þetta bréf er ritað hafði ein
vinkvenna minna fengið 377
karlmenn, hún var jarðsett í gær og
það tók 7 líksnyrtimenn 36 klst. að ná
brosinu af andliti hennar.
(Athugaðu það.)
Með vinkonukveðju
P.S. Egítreka..Þú verðurað hafatrú
á keðjunni.
Gangi þér vel!!!"
Norræn
ungmennavika
i Borgarfirði
I júlí næstkomandi munu um
hundrað manns alls staðar að af
Norðurlöndunum safnast saman að
Kleppjárnreykjum í Borgarfirði í eina
viku á því sem nefnt er Ungmenna-
vika NSU. Þetta er fyrirbæri sem
haldið er hvert ár á einhverju
Norðurlandanna af ungmenna-
samtökum á Norðurlöndunum.
Ungmennavika var síðast haldin hér á
landi árið 1982, á Selfossi. Aldurs-
takmörkin eru ekki háð neinum regl-
Laugar í Dalasýslu. íþróttahúsið er til hœgri. Þetta hús gjörbreytir öllum
aðstœðum á svœðinu.
Ný íþróttahús - þrátt fyrir allt
Veistu hvað eru til mörg íþróttahús
ílandinuídag. Ekkiþað. Þaueru 117.
Og fjölgar stöðugt, þrátt fyrir allt. Af
þessum 117 húsum eru hins vegar
aðeins 16með gólfflötinn 20x40 eða
meir, þ.e.a.s. handboltahæft. Sem er
algengasta viðmiðunin. íþróttahús
með aðstöðu fyrir áhorfendur eru
aðeins 14! Iþróttahús í byggingu er
m.a. að finna í Stykkishólmi, á ísafirði,
Blönduósi, Siglufirði, við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti í
Reykjavík. I Garðabæ er verið að
byggja stórt íþróttahús með
burðarbitum úr límtré. Fram kom
alvarlegur galli í bitunum þannig að
taka verður þá niður. Gárungar
hlynntir íslenskum iðnaði segja að
það sé ekki skrýtið, umrætt límtré sé
nefnilega fengið erlendis frá.
Utlendingamir borga hins vegar
allan skaðann. En fleiri hús eru á
lokastigi eða tilbúin. Þar má nefna
hús að Laugum í Dalasýslu sem
sjálfsagt er búið að opna það nú Á
Vopnafirði er einnig komið nýtt hús.
Hús við Laugagerðisskóla á
Snæfellsnesi er á lokastigi, á
Grundarfirði ereitt húsið langt komið.
Einnig á Siglufirði. Hér eru ónefnd
mörg hús sem eru í byggingu og gengur
misvel að fjármagna. Eitt dæmið um
þá sem ekkert eru að bíða eru
Tálknfirðingar. Þeir hafa komið upp
hálfu húsi og gengið illa að ljúka því
vegnaerfiðleikaviðfjármögnun. Þar
var því tekin sú ákvörðun að loka
húsinu og taka helminginn í notkun.
Húsið allt er 20x40 m á stærð...
um en yfirleitt er á þessum vikum fólk
á aldrinum 16 til 23 ára.
Hugmyndin með Ungmenna-
vikunni er fyrst og fremst sú að fólk
kynnist öðru ungu fólki af einhverju
Norðurlandanna. Komi saman í eina
viku og kynnist ólfkum viðhorfum,
þroski lífssýn sína og hafi um leið
gaman af. í Borgarfirði verður
ýmislegt um að vera. Fólkinu er skipt
niður í hópa sem hver hefur sitt
„verksvið”. Þeir sem hafa áhuga á og
leggja stund á tónlist í einhverjum
mæli, kynna þá tónlist sem þeir hafa
áhuga á og kynnast um leið tónlist
hinna Norðurlandanna. Annar hópur
er leiklistarhópur, sá þriðji er
fjölmiðlahópur, sá fjórði er
útivistarhópur (reiðmennska,
gönguferðir, íþróttir ofl.) Þá verða
einnig skipulagður skoðunarferðir,
skemmtikvöld og fleira.
Áhugasamir hafi samband við
UMFÍ.
Skinfaxi
5