Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 5

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 5
FRÁ RITSTJÓRA Kæru lesendur, gleðilegt ár. Við erum alltaf að leita að þvígóða. Við viljum verðatil góðs, láta gott af okkur leiða. Við viljum rækta land og lýð. Sumir láta reka á reiðanum, jafnvel þó að þeir ætli sér það ekki. Þeirlátarekaáreiðanum af því að þeir vita ekki hvaða aðferðum á að beita. Mikil vinna og streita eru staðreyndir sem verður að horfast í augu við. Þessar staðreyndir gera það að verkum að fólk, sem hingað tii liefur ekki gert sér grein fyrir nrikilvægi hreyfingar, verður að opna augu sín nú. Streita, samfara mikilli vinnu, flýtir fyrir hrömun líkamans. Frítíminn er stuttur og hann verður að nota vel til þess að vernda sál og líkama. I Skinfaxaer nú fjallað unr áhrif streitu á íþróttamenn. Er hægt að hafa áhrif á slreilu íþróttamanna og stjórna henni, þannigaðhún valdi ekki skaða? Skinfaxi fékkþá Jóhann Inga Gunnarsson og Hafstein Sæmundsson til aðfjalla um streitu íþróttamanna. Allirgetanýtt sérþær aðferðir sem þeir benda á. Þjóðfélagið hefur á stuttum tíma tekið miklum og örum breytingum. Ymislegt hefur verið látið reka á reiðanum. En svo vakna menn einn daginn við vondan draum. Börnin - þau fáekki þáaðhlynningu semerþeint nauðsynleg til að þroskast og dafna. Það er auðvelt að vanrækja uppeldishlutverkið, en það má ekki gerast. N ú er nrikið rætt um að hreyfiþroski rnargra ungra barna sé ekki eðlilegur. Hvað hefur brugðist? Hverjum er um að kenna? Skólum,dagheimilum,eðaerþjóðfélagiðblóraböggull? Nei, það erum við foreldrar og uppalendur sem berum ábyrgðina. Foreldrar mega ekki gleyma því að skólar og uppeldisstofnanir eiga ekki að koma í stað foreldra senr uppalenda. Þessir uppeldisaðilar þurfa al'tur á móti að vinna náið saman og hafa gott samstarf. Það er brýnt að byrja snemma að kenna börnurn hvað líkamsþjálfun er mikils virði. Unr leið og við setjumokkurákveðnarreglur,t.d.meðreglubundinni hreyfingu í frítímanum beinum við börnunum inn á rétta braut sem þau geta ratað eftirleiðis. Við getum haft mikil áhrif á það hvert áhugi þeirra beinist. Kennum börnunum okkar að leika sér, noturn frítímann til að stunda íþróttir með fjölskyldunni, t.d. sund eða skokk. íslensk böm eru á eftir í hreyfiþroska. Til að fræðast nánar um þetta vandamál lagði Skinfaxi leið sína í Kennaraháskóla Islands og ræddi við Anton Bjarnason lektor, en hann hefur um nokkurt skeið gert athuganir á hreyfigetu ungra bama. I blaðinu er æfingaseðill fyrir sundáhugamenn og tilvalið að hrista af sér slenið og hefja markvissa sundþjálfun. Við kynnum umhverfisvemdarverkefni UMFÍ sem nefnt hefur verið „Fósturbarnið", en í surnar rnunu ungmennafélagar fara af stað með umfangsntikið átak til vemdar íslenskri náttúru, sem án efa á eftir að vera upphaf meira starfs á þessunt vettvangi. Með bestu kveðjum, Una María Oskarsdóttir Nú hefur þátturinn „Raddir lesenda" skipað fastan sess í Skinfaxa. Hringt er í nokkra lesendur og þeirbeðnirað gefa álit sitt áefni og útliti blaðsins. Hugmyndin ersú aðgera Skinfaxa þannig úr garði að lesendur geti sem best við unað. Lesendur eru einnig hvattir til að senda línu eða hringja og láta í Ijós skoðanir sínar, allar hugmyndir eru vel þegnar. Síminn er 91 -12546. Elva Armannsdóttir Engihlíð 4, Ólafsvík „Mér finnst mjög gott að finna í Skinfaxa fræðandi greinar eins og um rétt slasaðra íþróttamanna. Það eru örugglega margir sem ekki vitahvernig þessi mál standa. Eins fannstmérgreinin„Vertumeð” góð. Svona greinar hvetja fólk til að fara af stað og hreyfa sig. Mér fannst greinin unr gamla þjóðlega leiki og íþróttir lfka fræðandi, en hún varhclst til löng. Utlitiðermunbetraen það var og ég hetd að þið græðið á því að RADDIR LESENDA höt'ða til allrar fjölskyldunnar, en það mættu vera fleiri viðtöl við krakka. Greinin um lystarstol var áhugaverð og sérstaklega þarfleg núna þegar sú krafa er gerð til ungra stúlkna að þær eigi að vera svo grannar og sætar. Ég held að það sé gott ef hægt er að finna í Skinfaxa fræðandi greinar um fþróttir. Mér finnst út í hölt að breyta nafninu á Skinfaxa." Björn Sktilason Sætúni, Borgarfirði eystra „Ég er mjög hrifinn af útliti blaðsins og ég sé enga ástæðu til að breyta nafninu. I síðasta btaði fannst mér mjög góð grein Hermanns Níelssonar um göngu og skokk. Þessi grein höfðar til allra. Greinin um rétt slasaðra íþröttamanna var einnig góð. Mér finnst að það ætti að fjalla meira um íþróttir barna og unglinga, en það er líka nauðsynlegt að hafa viðtöl við þá íþróttamenn sem skara fram úr því þeir eru fyrirmyndirnar. Ég las viðtalið við biskupinn og fannst það gott. Mér fannst mjög gotl þegar öll úrslitin frá Landsmótinu voru birt í Skinfaxa, það er ekki nóg að birta einungis nöfn þriggja efstu. Ég óska Skinfaxa alls hins besta og vona og hann lifi sem lengst.” Bragi Þorsteinsson Vatnsleysu, Biskupstungum „Ég renndi yfir alltblaðiðog finnst útlitið til nrikilla bóta. Margar greinar eru góðar t.d. um göngu og skokk og um rétt slasaðra íþróttamanna. Ég vildi sjá í blaðinu viðtöl við gamla íþróttamenn. Unga fólkið hefur gott af að kynna sér við hvernig aðstæður þessir kappar unnu afrek sín. Ég hef líka alltaf gaman af að lesa úrslit úr nrótum. Ég las grein Björns B. Jónssonar um umhverfismál og mér finnst að það mætti fjallameiraumþau íblaðinu. Vísnaþátturinn er alveg nauðsynlegur þáttur í blaðinu og hann má ekki vanta.” Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.