Skinfaxi - 01.02.1991, Side 6
G R E I N
Streita og íþróttir
eftir Jóhann Inga Gunnarsson og Sæmund Hafsteinsson
Sæmundur Hafsteinsson og Jóhann Ingi.
Fólk hefur oft velt því fyrir sér
hvers vegna íþróttamenn, sem eiga
að vera í fullkominni æfingu, ná
ekki þeim árangri sem til var
ætlast. Hvaðer þaðsemgerir það
að verkum að afreksíþróttamenn
ná ekki árangri á stórmótum, en
frekar á minni mótum? Getur
hræðsla við sigur eða ósigur leitt
til þess að menn ná síður árangri?
Hvernig geta íþróttamenn byggt
sig upp svo þeir verði betur í stakk
búnir til að berjast við hræðsluna,
lömunina sem heltekur þá í
keppni?
Skinfaxi fékk þá Jóhann Inga
Gunnarsson og Sæmund Hafsteinsson
til að fjalla um málið. Þeir félagar eru
báðir sálfræðingar að mennt. Jóhann
Ingi hefur sérhæft sig í sálrænum
undirbúningi og starfshvatningu og
hefur verið landsliðsþjálfari allra
landshópa Islands í handknattleik og
þjálfað í vestur-þýsku úrvalsdeildinni.
SæmundurstarfarhjáBarnaverndarráði
Islands og hefur verið þjálfari í
knattspyrnu. Hann hefur sérhæft sig í
meðferð við streitu, bæði fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
„Til að árangur náist
þarf hugur að fylgja
máli,“ heyrum við
stundum sagt.
Sennilega munu fáir
verða til þess að
mótmælaþví. „Vilji
er allt sem þarf“,
„það skiptir öllu máli
að vera ákveðinn“
eða „gerðu þitt
besta“ er hvatning af
sama meiði. Hugur
og líkami verða að
fylgjast að. Til að
árangur náist í
keppni þarf íþrótta-
maður að vera til-
finningalega undir-
búinn, hugurinn þarf
að vera reiðubúinn
ekki síður en líkaminn.
Hvaö er streita?
Frá náttúrunnar hendi er maðurinn
þannig gerður að heilinn stjórnar,
samræmir og fylgist með líkamanum
og ástandi hans. Þetta á ekki aðeins við
um alla ómeðvitaða starfsemi innri
líffæra, heldur einnig viðbrögð okkar
gagnvart umhverfinu eða ytra álagi. Ef
við verðum t.d. fyrir skyndilegri árás
óargadýrs byrjar heilinn samstundis að
undirbúa líkamann undir átök.
Vöðvarnir spennast upp, sjáöldur
augnanna víkka, blóðflæði til vöðva
eykst, hjartað slær örar, öndun verður
hraðari, sviti sprettur fram, adrenalín
og fleiri hormón losna út í blóðrásina,
meltingarfæri draga úr starfsemi sinni
o.m.fl. Við verðumáaugabragði tilbúin
til átaka, nú er að duga eða drepast,
spennustig líkamans er hátt og eðlilegt
miðað við aðstæður: nú þarf að takast á
við óargadýr!
En hvað hefði gerst ef heilinn hefði
„misreiknað sig“ og við ekki orðið
nægilega spennt? Sennilega hefðum við
orðið óargadýrinu að bráð. Við hefðum
ekki gert okkar besta þegar til átaka
kom, hefðum ekki nýtt þann styrk og þá
snerpu sem við annars búum yfir,
áhugaleysi hefði e.t.v. gert vart við sig,
við hefðum vanmetið andstæðinginn
og sofnað á verðinum.
En ef heilinn hefði ofmetið óargadýrið
og spennt líkamann meira en góðu hófi
gegndi? Þá hefðum við trúlega fundið
til máttleysis eða stirðleika, átt erfitt
með að hafa yfirsýn yfir aðstæður,
fundið til flökurleika, fengið í magann,
orðið pirruð eðafundið til kvíða. í slíku
ástandi erum við óargadýrum auðveld
bráð.
Sú spenna eða þau viðbrögð sem hér
hefur verið lýst, voru áður fyrr þekkt
undir nafninu „baráttu-flótta-
viðbrögðin“, en nú á dögum er oftast
talað um streituviðbrögð. Streitu má
skilgreina sem „hin eðlilegu viðbrögð
líkamans við utanaðkomandi hættu eða
álagi“. Þessi viðbrögð miða að því að
búa líkamann undir átök. Streita er því
bæði eðlileg og nauðsynleg þegar við
tökumst á við erfið verkefni, hvort sem
það er úti í náttúrunni eða á íþrótta-
vellinum. Eins og í dæminu hér að
framan má spennustig líkamans hvorki
vera of hátt né of lágt eigi hámarks-
árangur að nást. Þetta á við þegar við
lendum óviljandi í hættu eða mótbyr.
Og þetta á lfka við þegar við viljum nýta
getu okkar til fulls í íþróttum.
Að stjórna spennu
íþróttamenn þekkja vel tilfinninguna
sem fylgir of mikilli spennu. Spennan
getur líka orðið of lítil, t.d. þegar
andstæðingurinn er vanmetinn í leik.
Það má því segja að árangur í íþróttum
sé meðal annars kominn undireinhvers
konar „spennustillingu" eða spennu-
stjórnun. Hér vakna spurningar eins og
hvort mögulegt sé að hafa áhrif á streitu
íþróttamanna. Er til einhver aðferð til
að þekkja spennu? Er unnt að stjórna
spennu?
Þessum spurningum svörum við
hiklaust játandi. Það er margt hægt að
gera til að undirbúa íþróttamenn undir
erfiða keppni. Góð og markviss þjálfun
6
Skinfaxi