Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 12
IÞROTTAMANNVIRKI Stærsta sundlaug landsins í Kópavogi Forhitun vatns og tölvustýröar sjónvarpsmyndavélar eru meðal nýjunga hér á landi Kópavogsbúar geta nú státað af því að eiga stærstu sundlaug á landinu og þess er vonandi að vænta að þeir geti einnig innan skamms státað af öflugu og harðsnúnusundliði. Nýfullkomin 10 brauta keppnislaug var vígð í Kópavogi 2. febrúar síðatliðinn. Mann virkið er í raun annar áfangi sundlaugarbyggingar er hafist var handa við að byggja árið 1965. Kópavogur er næst stærsta bæjarfélag á landinu og því ekki að undra þó bæjarstjórnarmenn hugsi stórt, þar sem nauðsynlegt er að geta boðið fjölmennum bæjarbúum upp á góða íþróttaaðstöðu. Nýja sundlaugin, sem er 50 X 25 m að stærð og 0,9-1,8 m djúp, er staðsett á Rútstúni, rétt við hlið gömlu sundlaugarinnar sem er 16 2/3 X 8 metrar að stærð og var tekin í notkun árið 1967. Nýja sundlaugin er því tíu sinnum stærri en gamla laugin. Það voru þau Finnbogi Rútur Valdi- marsson og Hulda Jakobsdóttir, fyrstu bæjarstjórar í Kópavogi, sem gáfu land undir hina nýju sundlaug. Högna Sigurðardóttir er arkitekt að lauginni, en framkvæmdir við þennan annan áfanga hófust árið 1986. Tæknibúnaður laugarinnar er af fullkomnustu gerð. Forhitun vatns og notkun tölvustýrðra sjónvarpsmynda- véla eru nýjungar hér á landi. Hitaþörf laugarinnar er um 14-16 lítrar af hitaveituvatni á sekúndu og samsvarar það hitun um 300 íbúða. Tölvustýring gerir það að verkum að áður en vatnið rennur í laugina er það forhitað og blandaðréttu klórmagni og sýrum. Auk þess er hægt að salta vatnið ef með þarf. Laugarkarið tekur 1750 lítra af vatni sem fer í gegn um mjög fullkomið hreinsikerfi 5-6 sinnum á sólarhring. Til að tryggja jafnan hita í lauginni er vatninu dælt í karið á 48 stöðum. Við svo stóra laug sem þessa er nauðsynlegt að öll öryggismál séu í góðu lagi. 27 sterkirljóskastararupplýsa allan laugarbotninn neðanvatns og 6 myndavélar mynda allan botninn viðstöðulausl, en myndirnar birtast á tölvuskjám sem staðsettir eru hjá eftirlitsfólki innandyra. Þá eru 5 sjónvarpsmyndavélar staðsettar á bökkunum. Sundlaugarmannvirkið er ekki full- byggt. Búningsklefarnir eru aðeins til bráðabirgða, 96 skápar eru í karlaklefa og 64 í kvennaklefa. I kvennaklefa eru aðeins 10 sturtur og aðstaða til að klæða sig er ekki sem best, þar sem aðeins einn bekkur er í klefanum. * 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.