Skinfaxi - 01.02.1991, Side 14
SUNDÞJALFUN
Létt sundþjálfun fyrir alla
eftir Hörö S. Óskarsson íþróttakennara
Þiö standiö mér ekki á sporði!
Hugsar þií um líkama þinn?
Reglubundin sundiðkun er
mikilvægari en vegalengdin sem
þú syndir
Hvað getum við gert til að auka
þrótt og styrk líkamans? Hvernig
getum við gert okkur hæfari til að
verjast veikindum, umgangs-
pestum og utanaðkomandi
áföllum?
Það er margt hægt að gera, t.d. að
hjóla, skokka, ganga, hlaupa, fara
á skíði og skauta, stunda leikfimi
o.fl. Möguleikarnir eru fjöl-
margir. En hversu margir
notfæra sér þá? Alltof fáir. Taktu
þér nú tak og vertu með í heilsu-
bótarherferðinni, það marg-
borgar sig, hvernig sem á það er
Iitið. Líkamsrækt er svo sannar-
lega fyrirbyggjandi heilsuvernd í
orðsins fyllstu merkingu.
Sundíþróttin er sú heilsu-
bótaríþrótt sem hentar öllum vel,
á hvaða aldri sem þeir eru.
Fullfrískir, lamaðir og þeir sem
eru að ná sér eftir veikindi geta
auðveldlega notað sundið sem
heilsugjafa. Sundið er ekki síst
gott fyrir kyrrsetufólk sem situr
tímunum saman án þess að hreyfa
legg né lið. I vatninu verður
líkaminn léttur og auðvelt er að
hreyfa hann.
Sundíþróttin er:
Góð fyrir bakveika.
Góð fyrir þá sem þjást af offitu.
Góð fyrir barnshafandi konur.
Góð heilsubót fyrir veikburða og þá
sem þurfa endurhæfingar við.
Góð fyrir kappsfulla unglinga sem vilja
þreyta keppni í sundi.
Góð afslöppun og gleðigjafi fyrir þá
sem kjósaatþreyingu frádaglegu amstri.
Ódýr kostur
Ef þú hefur lengi látið skeika að sköpuðu
um líkama þinn farðu þá eftir þessum
sundæfingum til að auka hreysti þína,
líkamlegt atgervfi og lífslíkur. Láttu
verðaafþvíaðgangareglulegatil laugar
og hefja léttar æfingar. Þetta er ódýr
kostur og eykur þér vellíðan, getur
14
Skinfaxi