Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1991, Qupperneq 21

Skinfaxi - 01.02.1991, Qupperneq 21
HREYFIÞROSKI „Þjóðfélagið miðar allt að þv í að hefta hreyfingu barna. Skipulag íbúðar- byggða miðast við það að enginn munur sé gerður á lóð fyrir aldraða ogbarnafjölskyldur. Ég tók við kennslu 6 ára barna eftir tæplega tólf árahléog héltaðéggæti kennt þeim á sama hátt og ég gerði áður. Það reyndist ekki rétt, þau kunnu ekki að leika sér og urðu svo þreytt að þau settust niður til að hvílasig. Þolið varsama og ekkert. Fyrst furðaði ég mig á því hvernig gæti staðið á þessu. Ég sáaðþaðgátuekki verið líffræðilegar orsakir fyrir því að þau voru svona á sig komin. Auðvitað eru til börn sem svo er ástatt um, en meginþorri þeirra er heilbrigður. Það sem háir þeim er hreyfingarleysi.” Þau eru sett fyrir framan tækin, þar sem þau geta nagað á ser neglurnar og beðið „Ef við hugsum út f það þá sjáum við þess mörg dæmi að börn eru heft og fá ekki að æfa og þroska hreyfingar sínar. Þau eru sett í leikgrind, hopprólu, hlaupagrind og borin út í bíl og inn aftur. Enginn hefurtímatil aðleiðaþau eða bíða eftir að þau gangi sjálf. I verslunum eru þau sett í körfur eða þeim er sti 111 upp til að horfa á myndband og þar geta þau setið og nagað á sér neglurnar þar til pabbi og mamma eru búin að versla. Verslanir ættu að setja upp leikpláss utandyra þar sem börnin gætu leikið sér meðan foreldrarnir versluðu í friði. Og leikföngin, sem þau fá, eru tölvuspil og fjarstýrðir bílar. Mörg börn sækja allskonar tíma, enskutíma, tónlistartíma og hreyfingin gleymist. Menn gleyma því að hreyfiþroski og vitsmunaþroski handast í hendur, börn þurfa að fá tækifæri til þess að leika sér, geta verið frjáls og óheft. Aðstæður barna er ekki nógu góðar, þau fá ekki að leika sér og öðlast þá færi seni þau geta fengið í leik og sum þeirra hafa ekki tekið þátt í leikjum. Finnst þér félagslegur þroski barna minni en áður? ,,Já, mér finnst hann vera minni. Börn hafa ekki fengið nægilegt félagslegt uppeldi. Ég segi oft að besta uppeldið sem börn fá sé að vera innan um önnur Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.