Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 22
HREYFIÞROSKI börn. Þar læra þau að umgangast hvort annað, aga hvort annað, læra að ef einhverferekki eftirreglunum þá getur hann ekki verið með í leiknum. Hreyfingarleysi og félagslegur óþroski gerir það að verkum að þau fá ekki útrás og kunna ekki að bregðast rétt við mótlæti. Þau kunna ekki að leika sér saman, hafa ekki lært að sigra og tapa. Ef þau tapa eða verða fyrir mótlæti þá lemja þau frá sérjafnvel fullorðiðfólk. Við vitumað börn,semeru illaásigkomin líkamlega verða oft útundan, eru lögð í einelti og festast í vítahring sem erfitt er að losna úr. Ymisagavandamálgetakomiðfram hjá þessum börnum vegna þess að þeim líður illa. Eg held að foreldrar í dag séu ekki verri uppalendur en áður, en þá gafst meiri tími til þess að leiðbeina börnunum. Nú koma báðir foreldrar heim eftir langan vinnudagog hafaekki þrek til þess að stjórna og halda reglu.” sem lagt hefur verið á gólfið. Og það sem þeim finnst skemmtilegast er að taka tímann og athuga hvað þau geta hoppaðoft yfirbandið. Svoeru til ýmis leiktæki, t.d. stulturog jafnvægisplattar. Það er engin afsökun að scgjast ekki hafa tíma, það er auðvelt að skreppa í sund eftir vinnu og vera kominn heirn fyrir háttatíma.” Fylgni milli hreyfigetu og vitsmunaþroska Anton segir að einn íþróttatími á viku fyrir þessi börn sé al It of lítið, þau þyrftu að fá þrjá tíma á viku, skólinn megi ekki vera of upptekinn af bóklega náminu. „Börnum er kennt að lesa, en hreyfiþjálfunin gleymist og hún sem er undirstaða lestrarkennslunar. Margar kannanir sýna að það er ótrúlega mikil fylgni milli hreyfigetu barna og vitsmunalegs þroska þeirra. Börnin verða að fá að leika sér og ef þau gera það ekki þegar þau koma heim úr skólanum þá verða þau að fá aðstöðu til þess í skólanum. I leiknum stjóma þau sjálf og fá útrás og góða alhliða þjálfun. Það þarf að gera stórátak í fyrstu bekkjum grunnskólanna og taka upp skipulega leikræna hreyfiþjálfun, þar sem ekki er lögð of mikil áhersla á færni. Við tókum upp þá nýbreytni við Æfingadeild Kennaraháskólans síðastliðinn vetur að koma á fót sérstökum íþróttatímum fyrir þá krakka sem voru sérstaklega illa á sig komin líkamlega. Sum voru of feit, önnur áttu við agavandamál að stríða. I þessum tímum nutu börnin sín mjög vel, þau urðu frjáls og óþvinguð, gátu leikið sér án þess að þeim væri strítt. Ég er ekki í vafa um að þessi leikur hefur aukið sjálfstraust þeirra og þau eru betur á sig komin líkamlega og félagslega. Foreldrar þurfa að taka sér tak, börn þurfa tíma og umhyggju. Það er ekki nóg að eiga börn, það þarf að hugsa um þau. Foreldrar verða að vera sjálfum sér samkvæm og setja sér reglur sem hægt er að fara eftir,” sagði Anton að lokum. Myndir eru af nemendum í 6 og 7 ára bekk Æfingadeildar Kennaraháskóla íslands. Hvernig er hægt að auka hre^fiþroska 6 ara barns inni á heimilinu? „Það er margt hægt að gera, t. d. t'ara í göngutúra, út að skokka, hjóla, fara í sund, eða á skíði. Heima er hægt að kenna þeim að henda og grípa bolta, sippa, stíga upp og niður af stól, hoppa jafnfætis eða á öðrum fæti yfir band, 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.