Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 23
VIÐTAL Formaður lætur af störfum og tekur við gjöf Vigdísar forseta Björn B. Jónsson, er nú ekki neitt eins og hann segir sjálfur. Hann er fyrrverndi bóndi og bara fyrrverandi formaður HSK. Björn og fjölskylda hans hafa selt bóndabýli sitt Stalla í Biskupstungumogmunuinnan skamms fara til Finnlands, þar sem Björn mun leggja stund á skógtækninánt í skógrækt. í tilefni 60 ára afmæli Vigdísar Finnbogdóttur bauðst skógræktar- skólinn í Ákenes íFinnlandi til að kosta tvo íslandinga til skógræktarnáms og er Björn annar þeirra. Björn hélt utan í mars og mun fjölskyldan dvelja fjögur ár í Ákenes sent er 11 þúsund manna bær í Suður-Finnlandi. Björn segir að námið sé eins og sérhæfing innan UMFI. Hann segir að þátttaka sín í ungmennafélagsstarfinu hafi aukið áhuga sinn á skógrækt og umhvefismálum og segir hann að það hafi orðið til þess að hann tók ákvörðun um að leggja skógræktina fyrir sig. Björn hefur nú verið forustumaður Héraðssambandsins Skarphéðins í tvö og hálft ár og mörgum er eftirsjá af honum úrstarfi. Skinfaxi hitti Björn að máli og lagði fyrir hann nokkrar brennandi spurningar. Muntu ekki sakna starfsins í HSK, ertu alveg hættur? „Það er alveg öruggt að ég kem til með sakna starfsins og ég er í raun ekki búinn að framkvæma allar þær hugmyndir sent ég hafði í kollinum þegar ég tók við. Ég á eftir að sakna fólksins og alls ungmenna- félagsstarfsins. En ég erekkert að hætta, ég verð áfram í mínu ungmennafélagi, en þegar ég kem heirn aftur mun ég án efa starfa svolítið öðruvísi. Ég á sjálfsagt ekki aftur eftir að vera í þeirri stöðu að vera formaður HSK, en vinn frekar að einhverjum sérverkefnum. Meðan ég er við námi úti, þá get ég ekki mikið starfað fyrir sambandið, en ef það er eitthvað sem ég get aðstoðað við þá mun ég gera það." Hvaða kostum þarf formaður í svona stóru sambandi að vera búinn? „Það er auðvitað erfitt að ræða þá kosti sem maður hefði sjálfur þurft að bera. Ég tel að sá maður sem skilur hvað átt er við með orðununt „Islandi allt” og „ræktun Iýðs og lands” hann eigi mun auðveldara með að vera formaður héraðssambands en sá sem skilur þetta ekki. Ræktun lands og lýðs átti vel við í gamla daga, en á enn betur við núna þegar v ið erum búin að viðurkenna hvað við höfurn farið illa með landið okkar ogsumirviljakallaþaðrányrkjubúskap. Við höfum ræktað lýðinn en stundum gleymt Iandinu. Sá sem tekur við formennsku þarf að vita að hverju hann gengur, hafa góða yfirsýn og vera vel inni í málum. Það þýðir ekki að taka að sér formennsku og ætla að taka fyrsta árið í að kynna sér starfið. Skarphéðinn hefur ekki efni á því, formaðurinn þarf að vera á fullu strax frá fyrsta degi. Ef formaðurinn er giftur, þá þarf hann að vera vel giftur, segir Björn og hlær. Hann þarf að eiga maka sem skilur starfið. Ef makinn skilurekki starfið þá þýðir ekkert fyrir hann að vera í þessu. Þetta er staðreynd. Hann þarf að geta gefið mjög mikið af sjálfum sérog vera fórnfús. Það má jafna starfi formanns við nokkurra mánaða vinnu á ári og hann má ekki sjá eftir þeim tíma sem hann eyðir í starfið. Starfið verður í reynd eins og stærsta áhugamál hans og hann má ekki hugsa sem svo að hann gæti eytt tíma sínum annarstaðar. Það verður að líta á þetta sem tómstundagaman. Sumir eru með bíladellu, aðrir eru með hestadellu og svo fram eftir götunum, ég er með félagsmáladellu sent ég get ekki losað mig við. Ætlar þú að konia heim á Landsniótið á Laugarvatni 1993? Já, svo sannarlega. Eina fríið sem við hjónin höfum ákveðið að taka verður til að koma heim á Landsmót. Ég sé fyrir mérmjögglæsilegtfjölskyldulandsmót. Það eru allir ákveðnir í því að hafa mótið sniðið fyrir fjölskylduna og ég ætla að vera þátttakandi í því. HSK- menn stefna að ákveðnum þáttaskilum nteð þessu landsmótshaldi og ég held að það eigi að takast. Hugmyndin er að fjölsky Idan geti líka haft eitthvað annað fyrir stafni en að sitja á áhorfendapöllunum og horfa á keppnina. Með því móti verði fjölskyldan meiri þátttakandi í landsmótinu. Og ég hlakka til að koma heim og vera viðstaddur mótshaldið. Skiptinemar á vegum UMFÍ Hver vill læra sænsku í sumar? Núeru liðin fjögur ár síðan Ungmennafélag Islands hóf samvinnu við 4H samtökin í Svíþjóð um að taka á móti skiptinemum. UMFÍ hefur tekið á rnóti fjórum skiptinemum, en aðeins einu sinni hefur okkarfélagi farið til Svíþjóðartil aðdveljast þar sumarlangt. Þessar heimsóknir hafa allar tekist mjög vel og eru unglingarnir reynslunni ríkari. Hér á landi hefur venjan verið sú að unglingurinn dvelur á tveimur eða fleiri heimilum þann tíma sem um er að ræða. UMFÍ leitar nú til ungmennafélaga eða annarra hvar sem er á landinu, sem vilja taka á móti pilti eða stúlku frá Svíþjóð til eins mánaðar dvalar. Þeir unglingar, sem hingað til hafa komið á vegum UMFI, hafa allir verið tilbúnir að ganga inn í þau störf sem til falla á heimilunum. Markmiðið með þessu samstarfi er að unglingarnir fái tækifæri til að kynnast landi, þjóð og auðvitað starfsemi ungmennafélaganna. 4H samtökin í S víþjóð hafa nú, eins og áður, boðið okkur að senda 1-2 einstaklinga til Svíþjóðar í sumar. Þeir sem óska eftir að fá frekari upplýsingar um ferð til Svíþjóðar eða komu sænskra ungmenna til Islands eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við HörðS. Oskarssonáskrifstofu UMFI ísírna er 91-12546. Einnig má benda á að í 4. tbl. Skinfaxa 1990 er rætt við þau Dagmar Viðarsdóttur og Stefan Johansson, frá Svíþjóð, sent segja frá dvöl sinni sem skiptinemar UMFÍ. Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.