Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1991, Side 25

Skinfaxi - 01.02.1991, Side 25
V I Ð T A L „Ég stefni á að fara á Norðurlanda- meistaramótið sem haldið verður í Noregi í maí. Ég hef ekki enn náð lágmörkum, en ég ætla að ná þeirn á íslandsmóti fatlaðra sem verður í lok mars.” Erþaðtónlistin sem eraðaláhugamálið fyrir utan sundið? „Já það má segja það, ég er búinn að spila á píanó í 3 ár og hef áhuga á allri tónlist.” Hver er uppáhalds hljómsveitin þín? „Það er dönsk/bandarísk hljómsveit sent heitir Metallica og spilar þungarokk.” Skinfaxi þakkar Birki kærlega fyrir skemmtilegt spjal 1 og óskar honum góðs gengis og skorar á hann að halda áfram á sömu braut og ná lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í Noregi. Áskorun Það er ánægjulegt þegar þátttaka og áhugi á íþróttum fatlaða eykst því það er fötluðum einstaklingum svo sannarlega ntikils virði. Sundið er sú íþrótt sem án efa hentar fötluðum íþróttamönnummjög vel. Sundiðreynir á llestalla vöðva og auðveldar þeim hreyfingar sem eiga erfitt með þær á þurrulandi. Hjáíþróttafélögumfatlaðra út um allt landertekiðámóti öllum sem hafa áhuga á að vera með, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir. Hér með er skorað á alla fatlaðra að setja sig í samband við íþróttasamband fatlaða og fá upplýsingar um þau félög sem eru í nágrenninu. Þið eigið ekki eftir að sjá eftir að kynnast öllunt krökkunum og fólkinu sem eru kappsfull að æfa sig og öllum líður miklu betur þegar líkaminn er ígóðu formi. Síminn hjá Önnu Línu, sem er framkvæmdastjóri Iþróttasambands fatlaðra er 91-83377 Þátttaka í íþróttum er góö leið til sjálfshjálpar Það fólk sem fylgst hefur best með málefnum fatlaðra eða lagt þeim lið á einhvern hátt hefur oft á tíðum komið úr röðuin fatlaðra sjálfra eða þá átt ættingja sem er fatlaður. Margir eru hræddir við að umgangast fatlað fólk af því þeir þekkja það ekki og halda að þeir viti ekki hvernig á að koma fram við það. Sumir halda að fatlaðir einstaklingar séu mjög frábrugðnir okkur hinum í raun. En er það tilfellið, erum við ekki öll meira eða minna fötluð og þá um leið lík fötluðum einstak- lingum ef vissar aðstæður eru fyrir hendi. Viðgetumtekiðsemdæmi mann sem tekur niður gleraugun sín og getur ekki framkvæmt alla þá hluti sem hann er vanur að þegar gleraugun eru á nefinu á honum. Þessi maður er ekki svo frábrugðinn fötluðum einstaklingi þegar hann horfir á götuskiltin og reynir að komast leiðar sinnar. Anna Lína Vilhjálmsdóttir er fram- kvæmdastjóri hjá Iþróttasambandi fatlaðra. Hún er íþróttakennari frá ÍKÍ og almennur kennari frá KHÍ, en hefur auk þess stundað nám við Háskólann og íþróttaháskólann í Kaupmannahöfn. Lokaverkefni hennar í Danmörku var um hlutverk íþrótta í endurhæfingu og tengsl heilbrigðiskerfisins og samfélagsins hér á landi með tilliti til þessa. Hefur íþróttaþátttaka fatlaðra einstaklinga ekki mjög mikið að segja, hvað endurhæfingu og almenna líðan varðar? Sinnir heilbrigðisþjónustan hlutverki sínu fyrir fatlaða? Skinfaxi Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.