Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1991, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.02.1991, Qupperneq 27
V I Ð T A L bent á neinn möguleika til áframhaldandi endurhæfingar og voru jafnvel hræddir við alla þátttöku í fþróttum. Leiðin til sjálfshjálpar Það er Ijóst að upplýst starfsfólk heilbrigðiskerfisins hefur þekkingu á gildi hreyfingar fyrir fatlaða einstaklinga. Þrátt fyrir það er aðeins sumum einstaklingum bent á þessa staðreynd og því er það algjör tilviljun hvort endurhæfingu lýkur innan kerfisins eða hvort haldið er áfram að viðhalda því sem náðst hefur og bæta ástandið enn betur. Þessu verður því aðeins breytt að starfsmenn heilbrigðiskerfisins nýti sér vitneskju um áhrif líkamsþjálfunarfyrir fatlaða einstaklinga og upplýsi sjúklinga sína um mikilvægi þess að halda sjálfir áfram þeirri endurhæfingu sem þegar hefur farið fram. Þetta er leiðin til sjálfshjálpar. Iþróttir eru ekki bara kepptti þannig að þeir aðilar sem ekki eru íþróttaáhuga- menn í því tilliti þurfa ekki að láta það breyta neinu varðandi það starf seni þeir geta lagt að mörkum til að fatlaðir finni leiðina til sjálfhjálpar. Líkamsþjálfun úti í samfélaginu er hjálpar- miðill heilbrigðisþjón- ustunnar, til framdráttar almennu heilbrigði í landinu. Innan IF er starfandi sérstakt læknaráð sem er lilbúið til að veita bæði starfsmönnum heilbrigðisþjónustunnarog öðrum upplýsingar og aðstoð vegna þátttöku fatlaðra í fþróttum. Sumir voru bara búkur og höfuö Á síðustu Olympíuleikum sáum viðmjögmikiðfatlað fólk taka þátt í hinum ótrúlegustu íþrótta- greinum. Einstaklingasem voru sumir ekkert nema búkur og höfuð, en voru ekki svo frábrugðnir okkur hinum í eðli sínu. Þeir njóta þess ekki síðuren viðað taka þátt í keppni og hvergi er gefið eftir. Fólk sem býr við minni fötlun og sá allt þetta fólk sem lífði lífinu án sjálfsvorkunar hlýtur að upplifa þessa sýn á sérstakan hátt. Og það mikilvægasta er að allir áttu sér það markmið að yfirstíga fötlun sína. Við getum ekki ætlast til þess að fólk sætti sig við fötlun sína, enginn skyldi dæma annan mann til neins án þess að hafa sjálfur verið í sporun hans. Það er aftur á móti skylda okkar að benda fötluðum einstaklingum á það að þátttaka í íþróttum hefur gefið mörgu fötluðu fólki miklu meira en líkamlega endurhæfingu. Og það má ekki gleymast að okkar fötluðu íþróttamenn, sem nú hafa margir náð því að skipa sér í raðir fremstu íþróttamanna í heiminum, í sínum fötlunarflokki, voru fyrir nokkrum árum byrjendur. Ekkert hefur hjálpað þeint til að komast í fremstu röð annað en stöðug þjálfun og sjálfsagi. Því er það mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að grunnurinn er mikilvægastur og íþróttasamband fatlaðra leggur mikla áherslu á að ná til allra fatlaðra einstaklingasem ekki hafa haft tækifæri til þess að taka þátt í íþróttum eða koma sér ekki af stað. Áhuginn þarf auðvitað að koma frá fólkinu sjálfu, en það má ekki gleymast að fólk fær sjaldnast áhuga á því sem það ekki hefur kynnst eða þekkir ekki. Þess vegna er það hlutverk IF að kynna möguleikana fyrir fólkinu og það eru eitt af aðal verkefni okkar. Með þátttöku í fþróttum hafa margir öðlast trú á sjálfan sig á ný, sjálfstraustið hefureflst og þannig verður til hringrás endurhæfingar sem skilar þjóðfélaginu sterkari einstaklingi. Sjúkraþjálfarabraut Háskóla Islands og Iþróttasamband fatlaðra hafa nú hafið samstarf sem fötluðum er mikils virði. Það er ekki nokkur vafi á því að ef viðbrögð heilbrigðisstétta, félagsráð- gjafa, sálfræðinga og iðjuþjálfa varðandi mikilvægi áframhaldandi endur- hæfmgar verða jafn jákvæð og námstjóra við sjúkraþjálfunarbraut HÍ þá mun margt vinnast á næstu árum. Lítil hvatningfráaðilumsemsjúklingar setja traust sitt á getur ráðið úrslitum um þátttöku fatlaðra í íþróttum. Bogfimi krefst einbeitingar. Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.