Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 33

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 33
FELOG eftir að vera í svo mikilli samkeppni við hin félögin hér á staðnum. Við ætlum að byrja nteð frjálsar íþróttir en hjá hinum félögunum er t.d. ekkert frjálsíþróttastarf. Við ætlum að byrja smátt og og færa okkur síðan upp á skaftið. Þess vegna ákváðunt við að byrja bara á einni íþróttagrein.” Hvenœr liugsið þið ykkur að starfið geti liafist? „Við stefnum að því að geta ráðið þjálfara í vor og vonumst til að frjálsíþróttaaðstaðan á vellinum komist í lag. Ef það gengur upp þá er hægt að hefja starfið, því ýmis tæki eru til. Við stefnum að því að virkja sem flesta og liöfum fjöldaþátttökusjónarmið í huga.” Hvernig leggst svo formannsstarfið í þig? „Mér líst ágætlega á það, en það sent mestu máli skiptir er að ég fékk gott fólk með mér og ég treysti á fleiri en Ólafur Þóröarson í ræöustól. stjórnarmenn. Við erum búin að tala við fjöldann allan af fólki hér á Akranesi sent er reiðubúið að veita okkur ýmsa aðstoð.” Fyrsta deildaskipta ungmennafélagið í sveit Ungmennafélag Biskupstungna er eina ungmennafélagið í sveit sem hefurtekið upp deildaskiptingu og hefur svo verið í rúmlega ár. Hugmyndin á bak við þetta fyrirkomulag er einfaldlega sú að það er til l'ólk sem hefur ákveðin áhugamál og vill eingöngu sinna þeim og villekki takaþátt íöðru starfi. Surnir vilja vera í íþróttum, aðrir í leiklist eða skógrækt og svo mætti lengi telja. Hjá Umf. Biskupstungna eru nú starfandi fjórar deildir. Iþróltadeild, skógræktardeild, leiklistardeild og allsherjardeild, sem er fyrir þá sem vilja veraísínugamlagóðaungmennafélagi. Kostir þessarar deildaskiptingar eru miklir. Þeir sem hafa áhuga á leiklist geta sinnt því áhugamáli sínu án þess að þurfa að taka þátt í öðru starfi félagsins. Iþróttamenn sinna sínu áhugamáli og eiga ekki á hættu að vera kosnir í skógræktarnefnd o.s.frv. Allardeildireru með stjórn og sérstakan fjárhag og geta því starfað eftir sínu höfði að mestu. I Biskupstungum eru nokkur sumar- eða heilsárshús og eru margir eigendur þeirraúrReykjavík. Skógræktardeildin gefur þá möguleika að t.d. sumarbústaðafólkgeturgengið í félagið og starfað að sínu áhugamáli skóg- ræktinni án þess að eiga á hættu að lenda í einhverju sem það hefur ekki áhuga á. Sumarbústaðaeigendur eiga án efa eftir að taka mikinn þátt í landgræðslu og umhverfisvernd á næstu árum og það er skylda ungmennafélaga að taka á móti þessu fólki og gefa því kost á að starfa með félögunum. Þó að Umf. Biskupstungnahafieinungis verið deildaskipt í um eitt ár, þá virðist þetta fyrirkomulag lofa góðu. Fólk, sent aldtei hefur verið í ungmennafélaginu, hefurhafiðþátttöku í ákveðnum deildum. Deildaskipting gerir það að verkum að starfið hlýtur að verða markvissara og fleiri fást til að vera með og taka þátt í heilbrigðu starfi. Til að ntynda virðist strax bera á auknu starfi foreldra nteð þessu fyrirkomulagi. Þeir forleldrar sem eiga börn í íþróttum geta fy Igt þeint eftir og starfað að þeirra málum og látið leiklistarmál eða skógræktarmál lönd og leið ef svo ber undir. Það mun væntanlega skýrast á næstu tveim til þrem árum hvort þessi deildaskipting er ekki það sem koma skal hjá öðrum ungmennafélögum í sveit. Skinfaxi 33

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.