Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 38

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 38
IÞROTTAMANNVIRKI væru samskeyti hans þannig að tryggt væri að ekkert vatn kæmist milli samskeyta og stálið væri síðan efst. „Við höfum reynt að tryggja alla þætti í frágangi til að koma í veg fyrir að húsið leki. Aðalatriðið í húsinu er að það er mjög vel einangrað, og því ódýrt í kyndingu. Hitunarkostnaður, sem er stór hluli í rekstri svona húss, er mjög lítill, t.d. jafnast hitunarkostnaður íþróttahússins á Akranesi á ársgrund- velli á við tvö einbýlishús. Og það virðist ætla verða það sama upp á teningnum í Þorlákshöfn, þó húsið þar sé miklu stærra. Rekstrarkostnaður svona húsa er með stærri póstum og með tilliti til þess gerðum við miklar ráðstafanir til að ná honum niður.” Sama afgreiðsla fyrir sund og sal „Við athuguðum sérstaklega hvernig hægt væri að byggja íþróttahúsið við hliðinaásundlauginni svo hægtværi að reka sundlaug og íþróttahús saman. Með því móti þyrfti færra starfsfólk. Gæsluherbergið er staðsett þannig að sami maður getur afgreitt bæði í sundlaug og íþróttahús. Gamlar kröfur segja fyrir um að íþróttakennarar og starfsmenn eigi að hafa ákveðna stærð af herbergi lil umráða. Þetta tekur mikið pláss og þessvegna ákváðum við að athuga hver reynslan væri og komumst að því að Jón Runólfsson, arkitekt hússins. íþróttakennarar og starfsmenn söfnuðust alltaf saman í eldhúsinu, þar sátu allir og drukku kaffi eða unnu við merkingar í kladda. Herbergin voru ekki notuð nema til þess að skipta um föt. Þessvegna ákváðum við að brey ta þessu fyrirkomulagi, þannig að í Þorlákshöfn eru bara tveir klefar, annar fyrir konur hinn, fyrir karla, hvort sem þeir eru kennarareða starfsmenn. Herbergin og kaffistofan eru tengd gæsluherberginu þannig að menn geta verið í kaffi og fylgst með lauginni samtímis. Með þessu fyrirkomulagi sparaðist mikið rými. Hitarör uppi á miðjum vegg Við vildum sleppa við að hafa hefðbundið ofnakerfi og reyna frekar aðdreifahitanum meðódýrari hætti. A Akranesi lögðum við pípur meðfram báðum hliðum hússins og áhorfenda- pallarnir eru síðan ofan við pípurnar og hitinn leitar upp í gegnum ristar sem eru á pöllunum. Þetta gerðum við miðað við þá forsendu að það þarf yfirleitt ekki að yljaþeim sent eru í íþróttunum heldur frekar þeim sem eru að horfa á þær og yfirleitt er vandamál að halda hitanum niðri. Þegar hitunarmál í Þorlákshöfn voru skoðuð ákváðum við að reyna að leggja hitann á enn ódýrari hátt. Það var gert með því að setja lagnirnar inn í bárurnar í stálinu. Með þessu móti lækkaði stofnkostnaðurinn ennþá meira. Hitinn leitar eftir formi hússins, þannig að það virðist ekki vera neitt vandamál þó hitalagnirnar séu svona ofarlega á veggnum.hitinnleitaruppog afturniður ímiðju salarins, eiginlega í hálfhring. I Þorlákshöfn koma útdregnir áhorfendapallar og þá verða hitarörin rétt fyrir aftan pallana. Með þessari aðferð lækkar stofn- og rekstrar- kostnaður, því hitinn er jafn og það er ekkert sem hindrar rennslið. Við erum ákveðnir að nota þessa aðferð aftur. Ljósin eru venjuleg bryggjuljós Við sáum fram á mikinn stofnkostnað í sambandi við lýsinguna, vinnan við uppsetningunaermikil og dýrog unnið við erfið skilyrði á háum vinnupöllum. Við settum þess vegna upp ódýr bryggjuljós eða mastursljós með sparnaðarperum sem eyða mjög lítilli orku. Frá þessum ljósum kemur mikið Ijós og þau lýsa upp í loftið í stað þess að lýsa niður. Það teljum við mikinn kost því að það er vandamál í mörgum íþróttahúsum að Ijósin geta truflað, t.d. í blaki eða badminton. Ljósin eru líka mjög einföld í uppsetningu, raflögn er lögð meðfram veggnum og Ijósinu einfaldlega stungið í samband. Húsvörðurinn á ekki að vera í vandræðum með að skipta um perur í miðjum leik. 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.