Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 6
29. sambandsráðsfundur UMFÍ: Mörg stór verkefni Það hefur mikið verið að gerast innan ungmennafélagshreyfingarinnar á nýliðnu starfsári hennar. Má þar nefna landsmótið á Laugarvatni og Lýðveldishlaupið ‘94. Einnig eru stór verkefni framundan, svo sem 2. unglingalandsmót UMFÍ næsta sumar og samstarfsverkefni Ungmennafé- lags Islands og Umhverfisráðuneytisins um bætta umgengni við hafið, vötn og fjörur landsins. Umræður um þessi verkefni, verkefna- sjóð, hlutverk hans og stöðu, svo og fleiri mál, settu svip sinn á 29. sambandsráðs- fund UMFÍ, sem haldinn var í Grafarvogi 5. nóvember sl. Mikill hugur er í ung- mennafélagsfólki nú, enda gróska í starfi hreyfingarinnar og fjöldi félaga eykst jafnt og þétt. I sumar voru skráðir félagar innan UMFÍ orðnir 51.208 talsins. Ný ung- mennafélög hafa nýlega verið stofnuð, svo sem á Siglufirði og Bakkafirði. I upphafi sambandsráðsfundarins af- henti Þorsteinn Einarsson Pálma Gíslasyni fyrrverandi formanni UMFI skrá yfir fþrótta- og ungmennafélög í landinu. Þor- steinn hefur unnið að skrásetningu þeirra sl. þrjú ár og er nú að leggja síðustu hönd á verkið. Alls eru á skrá hans hátt í átta hundruð félög. I skýrslu stjórnar kom m.a fram að unn- ið hefur verið að ýmsum framkvæmdum við þjónustumiðstöð UMFÍ í Fellsmúla 26. Fjöldi gistinátta, það sem af er árinu, var ívið meiri en á sama tíma í fyrra eða 3.972. Að þessu sinni var hið árlega vornám- skeið haldið að Laugarvatni dagana 3.-5. júní sl. I tengslum við það voru haldin tvö tölvunámskeið, þar sem kennt var á Kappa, tölvuforrit fyrir ungmennafélög. Þau mál sem hæst bar á vornámskeiðinu voru 21. landsmót UMFÍ og stefnumótun ung- mennafélaga, auk nokkurra annarra verk- efna sem unnið hefur verið að innan ung- mennafélagshreyfingarinnar. Mikið kynningarstarf Mikið starf til kynningar á starfsemi hreyfingarinnar er unnið um þessar mund- ir. Má þar nefna fréttabréf UMFÍ, gerð nýs kynningarbæklings, Lýðveldishlaupið ‘94 og kynningardaga af ýmsu tagi, sem UMFÍ er aðili að. Fundarmenn stóðu á fœtur í upphafí fundar og tóku lagið til þess að hrista afsér morgun- drungann. Þórir Jónsson formaður UMFI ávarpar fundarmenn. Göngudagur fjölskyldunnar fór fram 26. júní sl. og var gengið á 20 stöðurn á land- inu. Þátttakendur voru samtals um 1700. Afkoma Skinfaxa hefur verið traust á síðasta starfsári. Hefur nú verið gengið frá ráðningu starfsmanns sem mun hafa aðset- ur í þjónustumiðstöð UMFI og safna aug- lýsingum, sjá um áskrifendalista og inn- heimtu fyrir blaðið. A árinu hefur verið unnið að hönnun nýs sölu- og veitingaskála í Þrastaskógi. Er áætlað að hann taki um um 100-150 manns í sæti. Stefnt er að því að hefja byggingar- framkvæmdir næsta haust, ef semst um fjármögnun verksins. Starfsemin í Þrasta- skógi hefur verið með hefðbundnu sniði. Um það bil 700 gistinætur voru seldar síð- astliðið sumar á tjaldstæðum. Unnið hefur verið að bættri aðstöðu í skóginum. Komið hefur verið fyrir fánastöngum, bekkjum, ruslafötum og fleiru þess háttar. A árinu var gengið frá samningi um rétt á útleigu á Soginu fyrir landi Þrastaskógar. Þeim tekj- um, sem samningurinn færir UMFI, verður varið til framkvæmda og viðhalds í skógin- um. A sambandsráðsfundinum var fjallað um undirbúning að 2. unglingalandsmóti UMFI, sem haldið verður á félagssvæði USAH í sumar. Þar kom fram, að mótið verður byggt á sjálfboðavinnu að svo 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.