Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 12
Þórir Haraldsson, varaformaður UMFÍ:
Framtíð
landsmótanna
Það er ekki einungis mikið skipulag, vinna og framkvœmd, sem fylgir því að taka að sér
landsmótshald, heldur einnig mikil ábyrgð.
Eins og lesendum Skinfaxa er vel kunn-
ugt, fór 21. landsmót UMFI fram á Laug-
arvatni dagana 14.-17. jiílí sl. Landsmótin
hafa unnið sér fastan sess innan ung-
mennafélagshreyfingarinnar, sem hápunkt-
ur starfsins. Landsmótið er það stórmót
sem allir bestu íþróttamenn hreyfingarinn-
ar stefna á. Það er von og draumur barna
og unglinga að vinna sér þátttökurétt og
vinna sigra fyrir sitt héraðssamband og
heimabyggð. Því hafa landsmótin oft verið
nefnd fjöregg ungmennafélaganna, ís-
lensku ólympíuleikarnir.
Að taka að sér framkvæmd landsmóts
er því ekki einungis mikil vinna, skipulag
og framkvæmd, því fylgir einnig mikii
ábyrgð, því um allt land er grannt fylgst
með hvernig til tekst og ungmennafélagar
ætlast til þess að um fjöreggið sé farið
mjúkum og styrkum höndum.
Landsmótið á Laugarvatni var engin
undantekning að því leytinu til, að áhugi
fyrir því var mikill um allt land, lands-
mótsnefndin vissi vel að fylgst var með
störfum hennar og ungmennafélagar væntu
þess að mótið yrði glæsilegt og vel að því
staðið. Að flestu leyti þykir mér vel hafa
tekist til með undirbúning og framkvæmd
mótsins. Landsmótsnefndin setti sér
ákveðin markmið frá upphafi og nokkuð
vel tókst að framfylgja þeim. Eitt mark-
miða hennar var að halda umfangi og
stærð mótsins í skefjum og halda heildstætt
mót án þess að halda keppni fjarri aðal-
mótssvæðinu á Laugarvatni. Með þetta að
leiðarljósi fækkaði nokkuð sýningargrein-
um frá landsmótinu í Mosfellsbæ árið
1990, og keppendum fækkaði um yfir 200
milli mótanna. Þetta mun vera í fyrsta
skipti sem keppendum fjölgar ekki frá
fyrra landsmóti og er að mínu mati fyrsta
skrefið í því að halda utan um umfang
mótanna þannig að viðráðanlegt sé að
standa að framkvæmd þeirra. Hins vegar er
alveg ljóst að fækkun greina er umdeild,
því eðlilega vilja íþróttamenn og forystu-
menn að „þeirra“ íþróttagrein sé meðal
keppnisgreina á landsmóti.
Aðsóknin brást
Aðsókn að landsmótum er einn þeirra
þátta sem að mínu mati þarf að endurmeta
eftir tvö síðustu mót. Aðsókn að tveimur
síðustu mótum hefur brugðist í öllum aðal-
atriðum, og svo að á mótið á Laugarvatni í
sumar komu um 1500 gestir sem greiddu
aðgangseyri, en um 7000 manns voru á
mótinu þegar flest var. Iþróttafólkið, farar-
stjórar, þjálfarar og starfsmenn greiddu
ekki aðgangseyri og var í þeim efnum fylgt
þeirri hefð sem á er komin innan hreyfíng-
arinnar.
Leitað hefur verið skýringa á aðsókn-
inni og er óhagstætt veður þar efst á baugi,
auk þeirrar staðreyndar að sl. sumar voru 3
stórmót á Suðurlandi, auk hefðbundinna
samkoma um verslunarmannahelgi. Einnig
hefur verið nefnt að fjárhagur heimilanna
sé slæmur, velja þurfi úr afþreyingu, kynn-
ingu mótsins hafi verið ábótavant og hefði
ef til vill átt að vera með öðrum hætti o.fl.
Allt kann þetta að vera rétt en við skipulag
mótsins var mikið rætt innan nefndarinnar
hvert væri það lágmark áhorfenda sem við
yrðum að reikna með. Nefndin taldi raun-
hæft að miða við að ekki færri en 3000
manns greiddu aðgangseyri að mótinu og
taldi þar vera um að ræða þá sem kæmu á
landsmót sem fylgjendur keppnisliða, sér-
stakir íþróttaáhugamenn og „landsmóts-
fuglar" sem koma á öll mót til að upplifa
og taka þátt í þeirri sérstöku stemningu
sem fylgir landsmótum. Ýmsir töldu þetta
alltof lága tölu, en hún sýndi sig í að vera
of há, auk þess sem mun færri en búist var
við, heimsóttu mótið dagstund eða hluta
dags.
12
Skinfaxi