Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 34

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 34
Að sitja heima eða halda af stað - hugleiöingar um hestadóma á landsmóti UMFÍ Einn keppenda í hestadómum vegur og metur gripinn. 1 baksýn eru greinarhöfundur, Friðþjófur Þorkelsson, og Valdimar Kristinsson. Á landsmóti UMFÍ er boðið upp á fjöl- breyttar keppnisgreinar sem að margra mati setur skemmtilegan blæ á mótin. En alltaf kemur sú spurning upp öðru hvoru hvort einstakar keppnisgreinar eigi erindi inn á mótið. Ég velti þessu fyrir mér eftir að hafa tekið þátt í hestadómum á mótinu á Laugarvatni og snérist spurningin hjá mér um það hvort betur sé heima setið en af stað farið. Sjálfum finnst mér ekki spurning að þessi grein eigi fullt erindi inn á landsmót og raunar athugandi fyrir hestamenn að gefa henni meiri gaum með það í huga að bjóða upp á keppni sem þessa á vettvangi hestaíþróttafélaganna. En aftur að landsmótinu, þar var fram- kvæmd hestadómanna með þeim hætti að ástæðulaust er að bjóða upp á þessa grein ef ekki verður betur staðið að henni en raun varð á. Varð ekki annað séð en áhugi aðstandenda fyrir keppnisgreininni væri enginn eða afar lítill. Þetta er í annað sinn sem ég tek þátt í þessari grein á landsmóti UMFÍ og líklega það síðasta ef ekki verður breyting þarna á. Keppni átti að hefjast klukkan tíu á laugar- dagsmorgun og var ég mættur tímanlega í stjórnstöð, þar sem ég fékk númer og gögn eftir að hafa verið sendur milli nokkurra staða sem var í góðu lagi. Þegar keppendur höfðu verið lesnir upp og ljóst hverjir væru mættir, hófst loks keppnin. Byrjað var á að mæla hrossin. Gleymst hafði að útvega málband, en svo vel vildi til að Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur, sem búsettur er á Laugarvatni, hafði tekið eilt með sér af tilviljun. Upphaflega átti hann ekki að vera viðmiðunardómari, en var kallaður til á síðustu stundu og var ekki beðinn um að taka eitt eða neitt með sér, að eigin sögn. Að lokum fékkst þó annað málband sem reyndist gamalt og slitið og varð að líma það nokkrum sinnum saman meðan á keppni stóð. Þá var aðstöðu til mælinga verulega ábótavant. Hæfileikadómurinn Upphaflega átti að mæla og meta bygg- ingu tveggja hrossa og síðan að meta hæfi- leika annarra tveggja. Þessu varð að breyta því annað byggingardómshrossið reyndist svo viðkvæmt, að ekki var viðlit að nálgast það, hvað þá að þukla fætur þess eða koma að því málbandi. Var því brugðið á það ráð að nota annað hæfileikahrossið. Svo fór að lokum, að allir keppendur luku mælingum og byggingardómi og skyldi þá taka til við hæfileikadóminn, sem átti að fara fram á knattspyrnuvelli skammt frá. Þrammaði nú öll hersingin að vellinum, en þá var þar knattspyrnuleikur í fullum gangi og líklega ekki vel séð að blanda saman hrossadóm- um og fótbolta. Var því haldið til baka upp á grasflötina, þar sem við höfðum verið, og ákveðið að klára keppnina þar þótt aðstæð- ur væru fyrir neðan allar hellur. Engin af- rnörkuð braut, reiðfærið í heldur þyngra lagi meðfram fjölfarinni akbraut ( aðalveg- urinn í gegnum byggðina á Laugarvatni) og umferð fótgangandi um grasflötina þvera og endilanga. Allt gekk svo sem vel fyrir sig með fyrri hestinn, prúðlega riðið á einungis milliferð á brokki og tölti. Þokkalega fór einnig af stað með seinna hrossið þótt knapanum gengi erfiðlega að fá það á hreinan gang. Fór hann einar þrjár ferðir á skeiðlulli, en í fjórðu ferðinni hugðist hann hleypa hrossinu, sem oft reynist vel þegar hreinsa þarf tölt í ganglægnum hrossum. Einhver kengur eða geðvonska virtist vera í hrossinu í upphafi spretts og greiniiegt að knapi og hestur glímdu um völdin. Þegar kemur fram á miðja flötina teflir sá rauði fram síðustu trompum af hendi og byrjar að hrekkja sem kallast þegar hestur reynir að losa sig við knapann. Rýkur hann nú í stungum fram á miðja flötina en knap- inn stendur sig með mikilli prýði allt þar til sá rauði snarbeygir og stefnir að keppend- um og viðmiðunardómurum þar sem þeir stóðu í hóp við tjald mikið. En áður en maður og hestur kæmust inn í hópinn skildu leiðir með þeim og varð knapinn að lúta í gras í orðsins fyllstu merkingu eins og sá kunni íþróttafréttamaður Bjarni Fel. hefði orðað það.Eftir að hafa dregist með hestinum drjúgan spöl tókst knapanum að 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.