Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 35

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 35
stöðva hann. Hugðist hann halda áfram sýningu en þá var Þorkeli Bjarnasyni nóg boðið og hrópaði eitthvað á þá leið að nú væri nóg komið af vitleysunni og hér skyldi látið staðar numið. Varð því úr að aðeins einn hestur var metinn fyrir hæfi- leika. Betri hross Þótt keppendur hafi ekki getað varist hlátri meðan á þessari skrautsýningu stóð, er ekki hægt að horfa fram hjá því að þeim (okkur) var sýnd rnikil lítilsvirðing með því hvemig staðið var að þessari keppni í flesta staði. Eftir þátttöku mína í þessi tvö skipti er líka tvennt annað sem mér finnst ástæða til að gagnrýna. Hross þau sem val- in voru til dóms reyndust að mínu mati ekki nægjanlega góð. Þau þurfa að vera á þeim aldri að lesa megi af tönnum með nokkurri vissu. Þegar hross eru orðin eldri en tólf vetra fer aldursgreining að verða ónákvæm eðli málsins samkvæmt. Þá þurfa hross að vera í góðri reiðhestaþjálfun en ekki akfeit og staðin eins og reyndist Greinarhöfundur vill, að aðeins reyndir knapar verði látnir sýna hœfdeikahrossin. A myndinni er Einar Öder Magnússon, sem keppti í hestaíþróttum á landsmótinu. vera á mótinu 1990. Að minnsta kosti ann- að hrossið verður að vera um eða yfir rneð- allag að reiðhestskostum og eðlileg krafa er að knaparnir séu vanir sýningarmenn. Loks tel ég að keppendur eigi skýlausan rétt á að fá að sjá einkunnir viðmiðunar- dómara óski þeir þess. Ef ekki er boðið upp á slfkt missir keppnin að mörgu leyti marks og hafi keppendur einhvern metnað að bæta sig verða þeir að sjá hvar þeir hafa misreiknað sig í einkunnagjöf. Fyrir mótið óskaði ég eftir því að viðmiðunareinkunnir yrðu gerðar opinberar og fékk jákvætt svar. Þegar til átti að taka eftir mótið fund- ust þær ekki og var mér vísað til sex aðila við leit að þessum upplýsingum, án árang- urs. Að endingu fékk ég staðfest 30. októ- ber á skrifstofu UMFÍ að gögnin væru glötuð. Að mínu mati er tímabært að hætta þessari keppni ef áhuginn eða virðing fyrir greininni er ekki meiri en ætla mætti af framkvæmd hennar. Tel ég fulla ástæðu til að stjórn UMFI og næstu landsmótshaldar- ar leiði hugann að þessum athugasemdum, því eins og nærri má geta er stundum betur heima setið en af stað farið. Með íþróttakveðju, Friðþjófur Þorkelsson Hestaíþróttafélaginu Herði/UMSK Allar ferðir á verði fyrir íþróttamenn. Hafið samband við íþróttadeildina. Sami/iiiiJiifepúip Lantisýn Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.