Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1994, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.12.1994, Qupperneq 10
Formaður Ungmennafélags Akureyrar: Valdi ungmennafélagið og missti vinnuna Sigurður Magnússon formaður Ungmennafélags Akureyrar. „Vinnuveitandi minn setti mér úrslita- kosti. Annaðhvort hætti ég í ungmennafé- laginu eða hætti hjá honum. Eg valdi ung- mennafélagið og missti vinnuna," sagði Sigurður Magnússon formaður Ungmenna- félags Akureyrar í viðtali við Skinfaxa. Saga sú, sem Sigurður hefur að segja, er óneitanlega dálítið sérstök. Hann tók sæti í stjórn Umf. Akureyrar fyrir sex árum og starfaði í henni þar til í febrúar sl. en þá tók hann við formennsku félagsins. „Vinnuveitandi minn sagði mér þá strax, að honum litist nú illa á það. Hann vildi að maður sem væri í vinnu hjá sér hefði engin áhugamál önnur en vinnuna. Ég svaraði því til, að ég hefði alltaf haft mín áhugamál og stundað mínar íþróttir og það hefði ekki bitnað á vinnunni hingað til. Hann sagði að það pirraði sig að ég væri orðinn formaður og líklega væri ég að hugsa meira um ungmennafélagið á daginn heldur en verslunina." Eigandinn ítrekaði það aftur við Sigurð sl. vor og í sumar að hann yrði að velja á milli verslunarinnar og ungmennafélags- ins. „Ég neita því ekki að það var talsvert um hringingar í mig vegna Lýðveldis- hlaupsins, þegar það fór af stað,“ sagði Sigurður. „Það virtist vera kornið sem fyllti mælinn og vinnuveitandi minn sagði við mig að nú skyldi ég velja á milli vinn- unnar og ungmennafélagsins." Sigurður sagðist hafa verið búinn að gera ýmislegt til að miðla málum áður en til þessa uppgjörs kom. Meðal annars hafi hann sagt stjórnarmönnum ungmennafé- lagsins að þeir mættu ekki hringja í hann og ekki koma til hans í verslunina. En það dugði ekki til. Sigurður þurfti ekki að ganga lengi at- vinnulaus. Hann fékk vinnu sama kvöldið og hann hætti,- hjá helsta samkeppnisaðila fyrri vinnuveitanda! „Að öðru leyti en þessu hafði ég það mjög gott á mínum fyrri vinnustað og sam- starf mitt og vinnuveitandans var mjög gott. En við þessa afarkosti gat ég ekki sætt mig.“ Líflegt starf Starf Umf. Akureyrar hefur verið mjög líflegt og hefur verið bryddað upp á ýms- um nýjungum. I sumar var stofnuð hjóla- deild innan félagsins, sem skipulagði dags- ferðir, svo og lengri ferðir fyrir þá sem þess óskuðu. „Mér datt í hug að finna eitthvað sem ekki væri til staðar hér í bænum og þá varð hjóladeildin fyrir valinu," sagði Sigurður. „Einnig hef ég áhuga á að koma hér upp aftur þríþrautadeild. Við héldum fyrstu þrí- þrautakeppnina hér á landi 1988 og vorum einnig með fyrsta Islandsmótið tveimur árum seinna. En svo fluttist þjálfarinn okk- ar, sem er hollenskur, af landi brott og þá datt þetta starf upp fyrir. Þó eru haldnar þríþrautakeppnir annað slagið á Ólafsfirði, í Mývatnssveit og fyrir sunnan.“ Starf Umf. Akureyrar er nær eingöngu byggt upp á frjálsum íþróttum og sagði Sigurður að mikill áhugi væri fyrir þeim. „Við erum með íþróttakennara sem hef- ur verið hjá okkur í þrjú ár. Nú er hann á förum til Svíþjóðar í framhaldsnám, þannig að okkur vantar góðan þjálfara fyrir næsta sumar. Við erum nú í 2. deild, en 3. deild hefur verið lögð niður, bæði að okkar ósk og annarra.“ Umf. Akureyrar sendi að sjálfsögðu lið á landsmót UMFI á Laugarvatni í sumar. „Okkur hefur gengið nokkuð vel á mótum og vorum með eina 15 Islandsmeistaratitla í ár í frjálsum íþróttum. Við eigum nú fimm krakka í FRI 2000 hópnum, sem er úrvals- hópur fyrir landsliðið. Unglingaliðið okkar er öflugt, enda höfum við lagt höfuðáherslu á uppbygginguna í yngri flokkunum.“ Umf. Akureyrar og UMSE hyggja nú á aukið samstarf um æfingar og eins til að senda sameiginlegt lið í bikarkeppni. Þá 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.