Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1994, Side 24

Skinfaxi - 01.12.1994, Side 24
Tíminn flaug áfram Næstu daga var maður alltaf að rekast á eitthvað nýtt og á- hugavert. Sérstaklega þóttu mér skemmtileg tvö svæði. Annars vegar var leiksvæði fyrir börnin og hins vegar svæði þar sem kynntir voru æfagamlir leikir. Leiksvæði barnanna var mjög skemmtilega upp sett og oft ekki miklu til kostað. Þar voru alls Leiksvœði barnanna var mjög skemmtilega útbúið. konar lagaðir svampar sem hægt var að byggja úr brýr, hús eða jafnvel kastala. Einnig var þarna gámur eða skúr þar sem hægt var að fá lánuð hin ýmsu leikföng á- samt leiðbeiningu um hvernig ætti að nota þau. Það sem mér þótti einna merkilegast við þetta svæði var hugvitið á bak við það og hvað einfaldir hlutir gátu nýst vel í framkvæmdinni s.s. vaska- föt, plastdiskar og kústsköft. A svæðinu þar sem gömlu leikimir voru kynntir voru flest áhöldin úr tré eða þetta voru einhverjir hlutir úr daglegu lífi s.s. stígvél, sleggjur og skeifur. Nöfnin á nokkrum leikjunum sem voru kynntir á þessu svæði voru: Stígvélakast, að stinga augað úr Palla, síld sótt til Islands, sleggjukast og skeifnakast. Þátttakendur á mótinu voru um 41.000 á öllum aldri auk þess sem mikill fjöldi ann- arra gesta var þar. En það voru ekki bara mennskir þátttakendur á mótinu. Þarna var kynnt ný íþróttagrein sem nefnist „agility“ og var það um leið sögulegur viðburður því þetta var í fyrsta sinn sem hundar voru þátttakendur á landsmóti. Þetta er keppni í hindrunarhlaupi hunda. Þátttökuskilyrði voru ekki önnur en ákveðið aldurslágmark fyrir hundinn. Hægt er að nefna körfuboltann sem dæmi um það hvernig reynt var að ná til sem flestra. Það var leikinn hefðbundinn körfubolti, fatlaðir og líkamlega heilbrigðir léku hjólastólakörfubolta, ljósmyndarar gátu tekið þátt í ljósmyndasamkeppni um það hver tæki bestu myndina af körfubolta, hægt var að fá lánaða lausa körfu og hengja á vegskilti í miðbænum og setja í gang leik þar auk þess sem hægt var að leika vatnskörfubolta þar sem notaðar voru fljótandi körfur. Að lokum Það sem mér þótti mjög merkilegt á þessu móti var það hvað auðvelt var fyrir alla að finna eitthvað við sitt hæfi. Með því á ég við að yfirleitt var reiknað með að all- ir gætu á einhverjum tímapunkti slegist í hópinn og tekið þátt. Orð mín hér að framan eru skrifuð með það í huga að benda á hvernig hægt er að ná til allra á svona móti ekki bara til íþróttamannanna heldur einnig til fjölskyldna þeirra þannig að allir geti haft ánægju af. Á þessu móti í Svendborg var allt lagt upp úr mikilli þátt- töku en minni áhersla lögð á keppnina og minnist ég þess ekki að hafa séð verð- launaafhendingu fara fram þarna. Þegar upp var staðið þá liðu þessir dag- ar, á Landsmótinu í Svendborg, í rauninni allt of fljótt. Veðrið var dásamlegt, sól og steikjandi hiti allan tímann. Hópurinn okkar var mjög samtíga og skemmtilegur og langar mig hér að færa ferðafélögum mínum kærar þakkir fyrir skemmtilega samveru og góða viðkynningu. Auk þess vil ég færa forsvarsmönnum UMFÍ mínar bestu þakkir fyrir að gefa mér tækifæri á að slást í hópinn. Þessi ferð var vel skipu- lögð, skemmtileg og síðast en ekki síst mjög eftirminnileg. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir starfsmaður Olís Halldóra Björnsdóttir leikkona: ...ég fylgist með Tímanum... mmn hin hliðin á málunum Sími 63 16 00 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.