Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 17

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 17
Unglingalandsmót UMFÍ1995: Ætlum aö virkja sem flesta - segir Valdimar Guðmannsson formaður USAH Nú stendur yfir undirbúningur að ung- lingalandsmóti UMFI 1995, sem haldið verður á félagssvæði Ungmennasambands Austur-Húnvetninga dagana 14. - 16. júlí næstkomandi. Er þetta annað unglinga- landsmótið, sem UMFI gengst fyrir. Hið fyrsta var haldið á Dalvík 1992. Það var vel sótt og tókst mjög vel í alla staði. Að sögn Valdimars Guðmannssonar formanns USAH hefur undirbúningi að mótinu miðað vel og eru nú öll íþrótta- mannvirki að verða tilbúin til mótshalds. Á unglingalandsmótinu verður keppt í frjálsum íþróttum, knattspyrnu, hestaíþrótt- um, golfi, körfuknattleik, skák og sundi. Framkvæmd mótsins verður með þeim hætti, að keppninni verður skipt niður á nokkra staði. Knattspyrnukeppnin fer fram á íþrótta- vellinum á Blönduósi, en keppni í frjálsum íþróttum á íþróttavelli Umf. Vorboðans. Sundkeppnin verður á Hvammstanga og keppni í hestaíþróttum í Húnaveri. Golf- keppnin verður á golfvöllunum í Vatna- hverfi við Blönduós og á Skagaströnd. Körfuknattleikurinn fer fram á Blönduósi og skákkeppnin fer trúlega fram á tveimur stöðum, Blönduósi og Skagaströnd. Tjald- búðimar verða skammt frá Vorboðavellin- um. „Þar er stórt og gott svæði, sem er til- valið undir búðirnar,“ sagði Valdimar. „Þar er nóg pláss fyrir fjöldann allan af tjöldum og bílum. Það eina sem mætti kannski nefna er, að það gæti verið skjól- betra þama, en við emm búin að panta gott veður svo þetta verður allt í himnalagi.“ Fyrirhugað er að hafa kvöldvöku á laugardagskvöldið. Ef veður verður gott eru uppi hugmyndir um að halda hana í fjörunni við Vorboðavöllinn. En ef veð- urguðimir verða með einhver ónot verður hægt að flytja samkomuhaldið undir þak með litlum fyrirvara. Umfangsmikil þökulagning í sumar var unnið að því að ganga frá íþróttavöllunum. Meðal annars var áhorf- endasvæðið við Vorboðavöllinn þökulagt, svo og svæðið í kringum hlaupabrautimar. Mikið hefur verið unnið að þökulagningu fyrii „Ætli við séum ekki búin að þekja svona einn og hálfan hektara í sumar,“ sagði Valdimar. Gerviefni hefur verið lagt á atrennu- braut fyrir hástökk og langstökk á Vor- boðavellinum. í vor er fyrirhugað að setja einnig gerviefni á atrennubraut fyrir há- stökk. Þar með verða allir keppnisvellirnir tilbúnir. „Við vorum að íhuga að setja einnig efni á hluta hlaupabrautarinnar, þ.e. beinu brautina fyrir spretthlaupin," sagði Valdi- mar. „En þá kom babb í bátinn. Ef hefðum við gert það, hefðu aldrei fengist viður- kennd met á hringbrautinni. Við hefðum orðið að setja á allan hringinn, sem var einfaldlega of dýrt. Við fórum því aðra leið og settum leirblöndu á brautimar. Þetta efni er tekið út undir Skagaströnd. Við lögðum mikla vinnu í að leggja það á brautirnar og þær hafa komið mjög vel út í sumar.“ Völlurinn á Blönduósi hefur verið þökulagður, en þar mun knattspyrnukeppn- in fara fram eins og áður sagði. „Við getum haft 4-6 leiki í gangi í einu.“ sagði Valdimar. „Við höfum nóg pláss fyrir knattspyrnuna, það verður bara t unglingalandsmótið. að koma í ljós hversu mikil þátttakan verð- ur.“ Störfunum skipt niður Þau eru mörg handtökin sem eru á bak við stórmót eins og unglingalandsmótið. USAH-fólk hefur þau vísu orð að leiðar- ljósi, að margar hendur vinni létt verk. Þess vegna verða ýmsar nefndir starfandi við hlið unglingalandsmótsnefndar. Má nefna tjaldbúðanefnd, fjármögnunarnefnd og skemmtinefnd. „Með þessu móti virkjum við fleiri hópa til að vinna að mótinu. Við ætlum að reyna að virkja sem flesta til að vera með,“ sagði Valdimar. „Við ætlum helst ekki að hafa launaðan framkvæmdastjóra, en ætlum að reyna að vinna þetta sem mest í sjálfboðavinnu." Þess má geta að sambandið stendur í fleiri stórræðuum, því það er nýbúið að festa kaup á 100 fermetra húsnæði, en starfsemin hafði áður verið „á hlaupum.“ „Það var nauðsynlegt að hafa fastan samastað, ekki síst þegar atburður eins og unglingalandsmótið er í vændum," sagði Valdimar. Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.