Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 11
Á uppskeruhátíð UFA í haust fœrðu iðkendur frjálsra íþrótta öllum þeim starfsmönnum,
sem staifað höfðu að mótum og öðrum íþróttaviðburðum á árinu, rauða rós.
hyggjast samböndin tvö halda sameiginleg
mót.
Umf. Akureyrar hélt árlegt Akureyr-
armaraþon í sumar og þótti það takast
mjög vel. Þá var mjög góð þátttaka í Lýð-
veldishlaupi UMFÍ. Einnig má nefna
gamlárshlaup sem félagið sér um, svo og
1. maíhlaup, en þar hlupu 535 manns, sem
var þátttökumet þá.
Pitsur í stað peninga
„Við höfum verið með þó nokkurn
fjölda móta hér og förum nokkur ótroðnar
slóðir hvað verðlaunin varðar,“ sagði Sig-
urður. „Ég gerði samning við veitingahús-
ið Greifann, sem er einkum pitsustaður.
Við höfum verið með mót á hálfs mánaðar
fresti, svokölluð fimmtudagsmót, og svo
vormót og haustmót. A þessum mótum
höfum við veitt pitsur í verðlaun og hefur
þessi nýbreytni notið afar mikilla vinsælda.
Það eru peningar á öllum mótum og okkur
fannst tilvalið að breyta til.“
Um miðjan janúar verður haldið árlegt
Norðurlandsmót fyrri 15 ára og eldri. Efnt
hefur verið til ferða í æfingabúðir í ná-
grenninu til að hvíla fólk á íþróttahöllinni.
Félagslífið hefur ekki gleymst. Fólk hefur
farið saman á skauta á veturna, í sund og
fjallgöngur yfir sumartímann og gert sér
ýmislegt fleira til skemmtunar. A sumrin
hefur verið boðið upp á trimm fyrir konur
og einnig þrekæfingar allan ársins hring.
Félagar á skrá eru 430-440.
Þess má geta að nú eru hafnar viðræður
milli ÍBA og Umf. Akureyrar um stofnun
sérráðs um „íþróttir fyrir alla.“ Af öllu of-
angreindu má svo sannarlega ráða að
félagar í Umf. Akureyrar sitja ekki auðum
höndum.
Pennavinir
óskast
Vísnaþáttur
Átta hressir drengir, sem eru í
samtökunum 4H í Finnlandi óska eft-
ir pennavinum á íslandi.
Þeir eru allir í 4H-drengjaklúbbi,
sem er starfræktur í Kajaani í Finn-
landi og eru á aldrinum 9, 10 og 11
ára.
Aðaláhugamál þeirra eru fótbolti,
eldamennska, körfubolti og „sahly.“
Þeir sem skrifa þeim fá væntanlega
að vita hvað „sahly“ þýðir.
En drengirnir biðja alla þá sem
hafa áhuga á að skrifast á við þá að
senda bréf eða símbréf og segja frá
skólanum sínum og áhugamálum svo
dæmi séu nefnd.
Heimilisfangið er:
4H-boyclub / Tero Heikkinen
Varjolantie 3
87950 Kuluntalahti, Kajaani
Finland
Númerið á bréfsímanum er:
í vísnaþættinum birtist að þessu
sinni sitt lítið af hverju.
Enn eru að berast vísur frá landsmót-
inu á Laugarvatni, auk þess sem mönn-
um varð ýmislegt að yrkisefni á nýaf-
stöðnum sambandsráðsfundi UMFÍ í
Grafarvogi.
En fyrst er það landsmótið.
Grímur Nordahl orti eftirfarandi vísu
á landsmóti UMFI á Laugarvatni í sum-
ar:
Framtíð íslands er fögur
friðsæl, björt og hlý.
Stoð af þeim stóra draumi
er starfsemi UMFÍ.
baki, við upptökur frá Lúðrasveit
Blönduóss. Sýndi Sigurlaug með
nokkrum tilþrifum hvernig ætti að
ganga í skrúðgöngu, og hvernig ætti
ekki að ganga, við góðar undirtektir
fundarmanna.
Þá kom vísukorn frá Jóhanni Olafs-
syni:
í Blönduósbæ nú blásarar góla,
B-leið sem víst er að blakti.
Fyrir hópnum fer Sigurlaug Þóra
I framsóknar- tvískiptum takti.
Einar Óli frá UMSB blandaði sér að
sjálfsögðu í umræðuna og fékk þá þessa
vísu frá Pálma Gíslasyni:
Einar til Sillu yrkir mjög títt,
þótt engin vísa sé héðan.
Tittlinga drepur hann talsvert blftt,
þó taktlaus sé hann að neðan.
Á sambandsráðsfundinum flutti Sig-
urlaug Hermannsdóttir skörulega kynn-
ingu á framkvæmd væntanlegs ung-
lingalandsmóts, sem haldið verður á
vegum USAH næsta sumar.
Sagði hún m.a. að unglingarnir yrðu
látnir æfa sig í að ganga í takt, beinir í
Skinfaxi
11