Skinfaxi - 01.12.1994, Side 26
Það verður hart barist í Úrvalsdeildinni í vetur.
KR-ingar og Skallagrímsmenn í hörkubaráttu.
borðs spái ég því að Skagamenn eigi eftir
að koma grimmir inn.
Hvað Haukana varðar veit maður ekki
hvað gerist, þeir létu þjálfarann sinn Peter
Jelic fara nú á dögunum. Það á eftir að
koma í ljós hvernig liðinu á eftir að vegna
með nýjum þjálfara. Hvernig honum tekst
upp með liðið sem tók þá ákvörðun að
leika án erlends leikmanns er spurning.
Erfitt uppdráttar
Skallagrímur gæti átt erfitt uppdráttar í
vetur. Félagið missti Birgi Mikaelsson en
fékk Tómas Holton, spilandi þjálfara og
virðist það duga ágætlega. Eg held þó að
Skallagrímur eigi ekki eftir að setja afger-
andi svip á veturinn.
Snæfellsmenn eiga erfitt verk fyrir
höndum. Raunar virðist ekkert annað
blasa við þeim en fall í 1. deild. Þjálfarinn
þeirra veit vel hvað hann er með í höndun-
um og stefnir aðeins að þvi að gera Snæfell
að góðu liði í framtíðinni, þó þeir þurfi að
dvelja í 1. deild um einhvem tíma.
Spá mín um gengi liðanna í þessum
riðli er sú, að Njarðvík vinni hann létt, en
Akranes og Þór berjist um annað sætið. Ég
hallast að því að Akranes hafi betur.
Skallagrímur lendir líklega í fjórða sæti og
Haukarnir koma þar á eftir. Það má með
nokkurri vissu spá því að Snæfell verði
neðst og ég tel, eins og svo margir aðrir, að
það falli.
B-riðillinn sterkari
B-riðillinn er talsvert sterkari. Þar er
Keflavík, sem farið er að vinna leiki af
gamalli hefð, líkt og Njarðvík. Keflavík
virðist ekki vera með eins sterkt lið og oft
áður en Jón Kr. Gíslason sér um að það nái
langt.
Grindvíkingar voru með geysisterkt lið í
fyrra og eru líklega enn sterkari nú. Þeir
misstu reyndar Hjört Harðarson en fengu í
staðinn þá Guðjón Skúlason frá Keflavík
og hinn stórefnilega Helga Guðfinnsson
heim aftur. Grindvíkingar hafa ekki enn
fundið rétta erlenda leikmanninn en núna
er Franc Booker hjá þeim og það gæti
komið sér ágætlega því hann hefur þó
nokkra reynslu hér á landi.
KR-ingar eru með ágætt lið. Axel Niku-
lásson tók við þeim í sumar og þeir fengu
Fal Harðarson, Ingvar Ormarsson og Birgi
Mikaelsson, en aðrir hurfu þó á braut og
munar þar líklega mest um Guðna Guðna-
son. Ég held að KR-ingar eigi eftir að
spjara sig ágætlega, en þeir ná þó líklega
ekki að velta Suðurnesjaliðunum úr sessi.
ÍR-ingar komu upp úr 1. deild núna og
söfnuðu til sín þeim ÍR-ingum sem voru að
spila með öðrum liðum. Virðist sú blanda
ætla að virka vel þó hún sé mjög brothætt.
Þeirra sterkasti leikur virðist vera að fá
Herbert Arnarson heim. Þessi leikmaður
sem hefur leikið í Bandaríkjunum í 8 ár er
hreint ótrúlega sterkur.
Valsmenn hafa valdið vonbrigðum. Það
sem háir þeim líklega mest er hve fáum
framvörðum þeir hafa á að skipa, en mörg-
um bakvörðum. Þeir vita hreinlega ekki
hverja þeir eiga að nota í leikjunum.
Tindastólsmenn eiga erfiðan vetur fyrir
höndum. Þeir byggja liðið upp á ungum
heimamönnum ásamt erlendum leikmanni
og þjálfaranum Páli Kolbeinssyni. Þeir
hafa komið skemmtilega á óvart og oftast
vantað aðeins herslumuninn að þeir ynnu
fleiri leiki. Ég tel líklegt að þeir nái að lifa
veturinn af í deildinni og þá mun framtíðin
brosa við þeim.
Ég á von á að Grindvíkingar vinni riðil-
inn, Keflavík komi á eftir þeim og þá KR-
ingar. Baráttan um fjórða sætið mun standa
milli IR-inga og Valsmanna og er ómögu-
legt að segja hvernig henni lyktar. Þá er
ljóst að Tindastólsmenn verða neðstir.
Það er spá mín að Grindvíkingar vinni
Njarðvíkinga í úrslitum í vor og Snæfell
falli í 1. deild, en Breiðabliksmenn komi í
þeirra stað.
Að lokum vonast ég til að þessi vetur
eigi eftir að verða góður fyrir alla körfu-
boltaunnendur.
26
Skinfaxi