Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Síða 25

Skinfaxi - 01.12.1994, Síða 25
Rúnar Bigir Gíslason, UMSS, spáir í Úrvalsdeildina í körfunni: Ungmennafélagslið- in í toppbaráttu Körfuboltinn hefur nokkra sérstöðu innan ungmennafélagshreyfingarinnar, ef litið er á boltagreinarnar fjórar, blak, körfuknattleik, knattspyrnu og handbolta. Á síðustu tíu árum hafa ungmennafélögin staðið sig best á landsvísu í körfubolta. Það er ekki eins og það sé bara eitt félag sem heldur uppi heiðrinum á þessum vettvangi, því helmingur félaganna í Úrvalsdeildinni eru ungmennafélög. Til samanburðar voru þrjú ungmennafélagslið af tíu liðum 1. deildar karla í knattspyrnu sl. sumar, fjögur af tólf í 1. deild karla í handbolta í vetur og þrjú af sex í 1. deild karla í blaki í vetur. Og árangur þeirra hefur svo sem ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir, nema þá helst í handbolta. Sex af tólf Ef við lítum á Úrvalsdeildina í körfu- boltanum, þá eru í henni, eins og áður sagði, sex ungmennafélagslið af tólf liðum deildarinnar og tvö þeirra berjast á toppn- um í 1. deild þegar þetta er skrifað. Árang- ur ungmennafélaganna hefur verið mjög góður síðustu 10-13 árin og síðan 1981 hefur það aðeins þrisvar gerst að önnur lið en ungmennafélagslið hafi orðið íslands- meistarar. I tvö af umræddum skiptum varð ungmennafélagslið bikarmeistari. Hlutfallið í kvennakörfunni er einnig hagstætt ungmennafélögunum, en þannig hefur það þó ekki alltaf verið. Fyrir um 5 árum var Keflavík eina ungmennafélagið sem lét eitthvað að sér kveða í kvennakörf- unni, en nú á 3-4 síðustu árum hefur verið mikill uppgangur meðal félaganna og er nú svo komið að meðal fimm efstu liðanna eru fjögur ungmennafélög og í yngri félög- unum einoka þau titlana. Gengi liðanna Njarðvíkingar eru með dágóða forystu þegar þetta er skrifað, búnir að vinna alla leikina nema einn. Það er kannski ekkert Skallagrímur er nú með spilandi þjálfara, Tomas Holton, innan sinna vébanda. Hér er hann umkringdur Njarðvíkurmönnum, sem fóru með sigur afhólmi. Myndir: Svanur Steinarsson. skrýtið þegar litið er á lið þeirra, flestir leikmennirnir búnir að spila saman meira og minna í nær 10 ár og hafa unnið allt sem hægt er að vinna eins og af gömlum vana. Ef við lítum á A-riðilinn þá hafa Þórsarar komið dálítið á óvart. Þeir hafa að vísu fengið Kristinn Friðriksson frá Kefla- vík, en eru að öðru leyti mest með unga og óreynda stráka sem spiluðu með þeim í 1. deildinni í fyrra. Konráð Óskarsson telst þó líklega ekki óreyndur. Skagamenn ættu að geta meira en þeir hafa sýnt, þeir skiptu reyndar um erlendan leikmann og sá nýi virðist ekki falla eins vel inn í leik þeirra og Steve Grayer gerði, en þeir hafa einnig fengið einn efnilegasta ef ekki einn besta leikmann landsins til sín, Brynjar Karl Sigurðsson. Með hann innan- Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.