Skinfaxi - 01.12.1994, Qupperneq 9
Jólahugvekja
Ljós heimsins
„I upphcifi var orðið og orðið var
hjá Guði. I því var lífog lífið var Ijós
mannanna. “
Þannig byrjar Jóhannesarguð-
spjall.
Hann kemur enn. Jólin boða aðeins
eitt, komu Jesú Krists, hans sem er líf
og Ijós mannanna. Við birtu jólanna
virðist allt breytast. Við horfum og
hugsum til barnsins í jötunni. Við
hugsum um hann, sem kom úr dýrð
himinsins og gerðist fátækur okkar
vegna, svo að við skyldum auðgast af
fátœkt hans. Hversu miklu vœri heim-
urinn ekki fátækari ef Jesús Kristur
hefði ekki lifað hér á jörðinni. Við
mætum honum á þessum jólum, eins
og öllum þeim jólum sem við höfum
upplifað. A aðventunni fögnum við
komu hans í kirkjunum okkar, við
fögnum væntanlegri komu hans. Já,
fögnum honum sem frelsara okkar,
kjósum hann sem leiðtoga lífs okkar.
,,0g sjá, engill Drottins stóð hjá
þeim og Guðs birta Ijómaði í kringum
þá. Og þeir urðu af miklum ótta
hræddir og engillinn sagði til þeirra.
Eigi skuluð þér hrœðast, sjáið, því að
ég boða yður mikinn fögnuð þann er
sker öllum lýð, því í dag er yður
lausnari fæddur, sá að er Kristur
Drottinn í borg Davíðs. “
Séra Magnús Gamalíel Gunnarsson.
Þannig þýddi Oddur jólaboðskap
Lúkasar fiyrir rúmlegafjögur hundruð
árum. Eigi skuluð þér hræðast, sjáið,
því ég boða yður mikinn fögnuð. Þessi
kjarni í boðskap jólanna á að veita
okkur öllum, sem jörðina byggjum,
þrek og þor til að sigrast á eifiðleik-
um, og varpa birtu inn í líf okkar,
hvers og eins.
Efvið viljum aðeins hleypa birtunni
inn í líf okkar, taka á móti Ijósinu
sem komið er í heiminn. Sjáið Ijósið
sem skín svo skœrt, Ijósið sem kom í
heiminn til þess að hrekja burt
myrkrið.
Hinn kristni boðskapur, kærleikur-
inn og fyrirgefningin, eru ekki glysorð
sem dregin verða fram til skrauts á
hátíðarstundum eins og á jólunum.
Hinn kristni boðskapur er varanlegt
lögmál siðmenntaðra manna sem láta
sér annt um aðrar manneskjur, sem
forðast harða dóma eða finna ein-
göngu neikvæðar hliðar á náungan-
um. Hinn kristni boðskapur er heim-
speki auðmýktar og umburðarlyndis,
skilnings og kœrleika, óskin um að þú
sértöðrum eins og þú vilt að aðrir séu
þér.
Biðjum Guð blessa okkur jólahá-
tíðina og láta frið hans fylla hjörtu
okkar og láta jólahugsanir okkar
snúast um hann, sem kom til aðfrelsa
okkur úr viðjum myrkursins.
Biðjum hann að gefa okkur að kær-
leikur hans megi í sannleika helga
okkur komandi jólahátíð og alla ó-
konina ævidaga okkar.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!
sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson,
Hálsi, Fnjóskadal
íþróttavörur í fyrirrúmi
Fyrirtækið Austurbakki var stofnað
árið 1967 af Árna Árnasyni og fjölskyldu
hans. Reksturinn skiptist í eftirfarandi
deildir; íþróttavörur, læknavörur, lyfja
vörur, iðnaðarvörur og vínvörur. Alls eru
starfsmenn 30. Meðal umboða sem fyrir-
tækið hefur í íþróttavörum er Nike að
sjálfsögðu lang stærst, en önnur eru m.a.
Champion (bómullarfatnaður), Spalding
(körfub. og golfvörur), Wilson, ABM
(búningar), The Finals (sundfatnaður),
Danskin (fimleika-, eróbikk- og ballett-
fatnaður), Etonic (golfskór), Dunlop
(spaðavörur, golfvörur), Cramer (sjúkra-
vörur) o.fl. o.fl.
Austurbakki reynir að veita sem besta
þjónustu um allt land, og til hagræðis
fyrir lesendur birturn við hér á eftir út-
sölustaðina fyrir ofan greind vörumerki:
Reykjavík; Frísport, íþróttabúðin, Uti-
líf, Sparta og Sportkringlan. Keflavík; K-
sport. Hafnarfjörður; Fjölsport. Akranes;
Akrasport. Borgarnes; Borgarsport.
Stykkishólmur; Heimahornið. Sauðár-
krókur; Skagfirðingabúð. ísafjörður;
Sporthlaðan. Akureyri; Sportver. Húsa-
vík; Skóbúð Húsavíkur. Egilsstaðir; Táp
og fjör. Selfoss; Skóbúð Selfoss.
Austurbakki reynir einnig að styrkja
eftir megni íþróttahreyfing una og eru á
samning hjá þeim m.a. Knattspymusam-
bandið, Körfuknattleikssamb., Blaksamb.,
Frjálsíþr.samb., Iþróttasamb. fatlaðra, 8
félög í úrvalsdeild kröfuboltans, tvö félög
í fyrstu deild handboltans, ásamt fjölda
annarra félaga í öðrum íþróttagreinum.
Skinfaxi
9