Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 33
vel og ég varð spánskur meistari í 100 og 200 m baksundi. Daginn eftir mótið fórum við niður á strönd og ætluðum aðeins að leggja okkur. Ég var dauðþreyttur eftir keppnina og steinsofnaði í sandinum. Ég lá á annarri hliðinni í tvo tíma án þess að róta mér. Endirinn á þessi sólbaðsævintýri varð sá að ég var keyrður í hjólastól heim með bullandi sólsting. Það var ömurleg heim- koma.“ Eðvarð Þór hefur verið talsvert hjátrúar- fullur á keppnisferlinum. „Ef ég fæ tröllatrú á einhverri sund- skýlu verð ég að nota hana. Hálftíma fyrir keppni sest ég niður og renni í gegnum síð- asta sund sem mér hefur tekist vel í og fæ mér síðan nokkra vatnssopa til að vera klár í slaginn. Ég hef alltaf gert ákveðnar hreyf- ingar þegar við erum að stinga okkur ofan í til að gera okkur klára fyrir baksundsstart- ið. Með þeim fæ ég aukna trú á sjálfan mig. Svo þurfa gleraugun að vera rétt sett á með nákvæmlega þrem snúningum á teygj- unni. Ég hugsa alltaf það sama áður en ég fer ofan í laugina þ.e. hvernig best sé að fara í gegnum sundið með tilliti til and- stæðinganna. Eftir þetta ferli er ég tilbúinn „Ég vil fara að sjá gömlu metin falla, segir Eðvarð Þór. í keppni. En ég hef nú aldrei sagt nokkrum manni þetta fyrr.“ Eðvarð Þór fellur vel að þjálfa í sundi. ,,Ég hef reynsluna og það er ómetan- legt, sérstaklega ef ég fæ einhverja sund- menn sem eru að spá í þetta af alvöru. Ég get miðlað mjög miklu til þeirra og hjálpað þeim að gera upp hug sinn. Það eru svo margir hlutir sem verða að koma saman í þessum einstaklingsgreinum. Ég legg áherslu á að halda efnilegum unglingum betur í greininni og fleyta þeim yfir erfiðasta hjallann, þegar þeir eru 14-16 ára, þannig að þeir fái bæði árangur og skemmtun út úr þessu. Ég vona bara að ég geti komið ein- hverju góðu til leiðar í sundinu. Ég er með góðan mann við hliðina á mér hér, Þjóð- verja, sem þjálfar A-hópinn. Hann er mikil fagmaður á sínu sviði og hefur verið í fimm ára sérnámi í sundþjálfun. Hann kann því sitthvað fyrir sér og ég ætla að nýta mér það til fullnustu og sækja þau námskeið sem boðið er upp á. Arangur þjálfunar byggist að miklu leyti á því hve mikill áhugi þjálfarans er. Hann getur skapað sér sérstöðu en verður þá líka að leggja mikið í það. Hann verður að kafa djúpt í málin í stað þess að drepa þeim á dreif. Þetta er í rauninni hálfgerð vísinda- grein.“ ALFHEIMUM 6 • HAGAMEL 67 Skinfaxi 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.