Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 14
íþróttagreinin í landinu. Á þessu þarf að finna lausn sem allir verða sáttir við. Fyrir ungmennafélaga Landsmótin hafa, a.m.k. undanfarna áratugi verið eingöngu fyrir ungmennafé- laga og tel ég svo eiga að vera áfram. Það eiga að vera forréttindi ungmennafélaga, fram yfir aðra íþróttamenn, að geta tekið þátt í þeirri glæsilegu menningar- og íþróttahátíð, sem landsmótin eru. Talsvert hefur verið rætt um stefnu landsmótanna að því leyti hvort eigi að stefna að móti afreksmanna eða fjöldaþátt- töku. Eg tel að nokkuð vel hafi tekist til á undanförnum mótum að sameina þetta tvennt. Þannig hafa sambandsaðilar UMFI getað sent einn keppanda í hverja einstak- lingsgrein án þess að hann þurfi að hafa náð tilteknu lágmarki, en ef fleiri eru send- ir, verða þeir að hafa náð lágmarki. Mín skoðun er sú að lágmörkin í einstaklings- íþróttum eigi að herða frá því sem verið hefur, en alltaf eigi einn keppandi að kom- ast til keppni án þess að hafa náð lágmarki. Þetta er sama þróun og ég tel fyrirsjáan- lega í flokkaíþróttum, þ.e. að þar fari í meira mæli fram forkeppnir eins og verið hefur um langa hríð í knattspyrnu, en nú fyrir landsmótið á Laugarvatni einnig í körfuknattleik. Á þennan hátt er mögulegt að takmarka umfang mótanna en jafnframt Að mörgu er að hyggja, þegar halda á landsmót. M.a. þarf að sníða sérstakar borðplötur fyrir keppnina í að leggja á borð. gefa öllum, sem áhuga hafa, tækifæri til að reyna að vinna sér þátttökurétt á landsmóti. Það verður þó að setja skýrari reglur um forkeppnir og mótshaldari og þátttakendur verða að sameinast um að framkvæmd þeirra geti orðið til sóma fyrir alla aðila. Þá hlýtur að verða skoðað hvort miða eigi krppnisgreinar við keppnistímabil sem í gangi eru, e.t.v. þannig að sérstakt vetrar- landsmót eigi rétt á sér, vegna þeirra íþróttagreina sem eru í sumarfríum þegar landsmótið fer fram. Mín skoðun er reynd- ar sú, m.a. með vísan til Olympíuleikanna, að knattleikir og aðrar íþróttir, sem eru að- allega í gangi á vetrum, eigi fullan rétt á sér á landsmóti, enda hafa mörg lið lagt mikið á sig til að vera í góðu formi á lands- móti þó aðal keppnistimabilinu sé lokið fyrir nokkru. Hins vegar verður hreyfingin að taka á málefnum handknattleiks kvenna sem hingað til hefur varla fengið boðlegar aðstæður til keppni, þ.e. á malbiki utan- húss. Vandamálið er hins vegar hvernig þeirri grein verði komið fyrir innanhúss, þar sem hún þarf mikið pláss og langan tíma í keppni. Til þess að það geti orðið, verða aðrar keppnisgreinar að taka tillit til þess og skera verður niður umfang þeirra á einhvern hátt, eða afla viðbótarhúsnæðis til keppni. Mér hefur orðið tíðrætt um mínar skoð- anir á landsmótshaldi. Ein þeirra sem ég hef ekki komið að hér að ofan, er sú að landsmótsreglugerðin, biblía mótshaldar- ans, verði að vera sveigjanlegri en hingað til. Við verðum að treysta mótshaldara, eft- ir atvikum með aðhaldi stjómar UMFI eða yfirdómnefndar, til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til að mótin verði eins viðráðanleg í framkvæmd og kostur er, miðað við umfang. Það er einnig mín skoðun að landsmótin eigi bjarta framtíð fyrir sér og þýðing þeirra fyrir ungmennafélögin í landinu sé ótvíræð. Við verðum þó að gæta þess að mótin séu í samræmi við vilja hreyfingar- innar og bera gæfu til að taka þær ákvarð- anir sem þarf til að mótin verði viðráðan- leg og hreyfingunni og íþróttafólkinu til framdráttar. Ný og glæsileg sundlaug á Dalvík: Mikil bylting „Þetta er mikil bylting fyrir okkur,“ sagði Björn Friðþjófsson formaður UMFS, þegar ný og glæsileg sundlaug var vígð á Dalvík þann 1. október sl. Með tilkomu byggingarinnar eignast UMFS fastan sama- stað, en félagið hefur ekki haft yfir neinum slíkum að ráða. Sundlaugin er staðsett við hlið íþrótta- svæðisins á Dalvík. Hún er 25 m löng og 12.5 m breið. Þrír heitir pottar eru við hana, auk vaðlaugar fyrir börn. í kjallara sund- laugarbyggingarinnar er tækjarými, starfs- mannaaðstaða og búningsklefar, einkum ætlaðir þeim sem nota íþróttavellina. Einnig er í kjallara allgott rými, sem UMFS fær til ráðstöfunar, eins og áður sagði. Á fyrstu hæð er anddyri þar sem hægt er að setjast niður og njóta léttra veitinga, af- greiðsla, búningsklefar, votbað og sólar- lampar. Einnig er þar rúmgóður salur og 20 fermetra herbergi sem ætlað er fyrir annars konar líkamsrækt. Hin nýja sundlaug Dalvíkinga er vel tækjum búin. Til dæmis má kalla upp á skjá myndir frá níu myndavélum sem komið hefur verið fyrir í veggjum sundlaugarinnar í öryggisskyni. I henni er lokuð hringrás, sem kemur í veg fyrir að klórinn renni út í frárennslið. 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.