Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 7
UMFÍ - FRÉTTIR Skinfaxi fyrir 10 árum Ein með átta karlmönnum Það er mjög algengt á fundum og þingum að menn kasti fram vísum af hinum ýmsu tilefnum. Vísa sú sem hér kemur á eftir varð til á sambands- ráðsfundinum á Hvammstanga í vetur. Þar voru mættir margir fulltrúar og gestir en fáar konur voru þó þar á meðal. Ein þeirra varð þó þeirrar ánægju aðnjótandi að sofa í herbergi með átta karlmönnum og varð þá þessi vísa til. Wsf ég hafi víða ndttað, veldur sá sem okkur skóp. Aldrei hefég áður háttað, ein með slíkum karlahóp DHL-deildin Breiðablik og Keflavík spáð sigri Ungmennafélögunum er spáð mikilli velgengni í körfuboltanum í vetur. A blaðamannafundi KKI sem haldinn var nú á dögunum var Keflavík spáð sigri í DHL- deildinni á meðan Breiðablik var spáð sigri í 1. deild kvenna. Oðrum liðum sem spáð er velgengni í DHL-deildinni voru Njarðvík, Haukar, ÍR, KR og Grindavík. Ungmennafélögin hafa skipst á að vinna deildina undanfarin ár og það virðist ekki ætla að verða nein breyting á þetta árið. Bréf tíl Landshreyfingar Hef gengið 1400 - 1600 kflómetra á ári Undirritaður þátttakandi í Landshreyfingu '95 þakkar fyrir hvatninguna til heilsubótargöngu og sunds, sem lýkur nú í dag. Ég er að verða 77 ára og hef verið svo heppinn og heilsugóður að geta gengið 94 af þessum 95 dögum - samanlagt 448 kílómetra og að auki synt 15 x 200 metra. Að vísu hef ég stundað göngu 4-5 sinnum í viku frá því að ég varð 70 ára og gengið þannig 1400 - 1600 kílómetra á ári. Ég hef farið út að morgni hvernig sem viðrar og gengið 5-7 kílómetra. Mér er því ljós heilsubótin við þá hreyfingu og af þeim ástæðum fagnaði ég bæði Lýðveldishlaupinu í fyrra og Landshreyfingunni í ár. En ég harma það hve íþróttaforystan hér og víða hefur sýnt þessu lítinn áhuga - lítið sem ekkert gert til þess að hvetja fólk til þátttöku. Þetta er ekki keppnisíþrótt að þeirra mati og einkum eldra fólk sem tekur þátt í þessu. Við þurfum líka hvatningu eins og börn og unglingar - þess vegna eru áfangamerki ykkar prýðileg hvatning, þótt bætt heilsa vegna hreyfingarinnar ætti að sjálfsögðu að vera aðalhvatinn. Ég endurtek þakkir mínar til ykkar hjá U.M.F.Í. og rnæli þar fyrir hönd margra vina minna, sem tóku þátt í þessu. Vinsamlegast Þorgils V. Stefánsson Knattspyrna íslandsmeistarar Þrátt fyrir góðan árangur Grindavíkur í meistaraflokki karla slógu stelpurnar í 4. flokki þá útaf laginu. Þær gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér Islandsmeistaratitilinn í þeirra aldursflokki og urðu þar með fyrstu Islandsmeistarar Grindavíkur í knattspyrnu utanhúss. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.