Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 5
í sumar var í annað skipti haldið Unglixrgalandsmót UMFÍ, að þessu sinni á Blönduósi. Fjöldi héraðs- sambanda og félaga mættu með keppendur á mótið og tókst það í alla staði ágætlega. Fléraðssambandið mitt, Hrafna-Flóki mætti með stórair hóp keppenda og voru þeir búnir að hlakka mikið til. Sumir þeirra eldri höfðu farið á mótið á Dalvík og vissu hvernig þetta gekk fyrir sig en fyrir yngri börnin var þetta alveg ný reynsla. Arangur- inn hjá þeim var síðan misjafn, sum lentu í verðlaunasæti og önnur ekki en öll skemmtu þau sér konunglega. Að vísu var veðrið ekki eins og best verður á kosið, en hver tekur eftir því þegar svona gaman er. Ég held að svona mót þar sem ekkert lágmark er sett og allir geta verið með séu mjög hvetjandi fyrir unglingana til þess að halda áfram í íþróttuna. Oft er það þannig að börn sem hafa áhuga og gaman af íþrótt- um en eru ekki í hópi þeirra bestu, hætta æfingum þegar þau horfa á sömu krakkana fara ár eftir ár í skemmtileg- ar keppnisferðir en komast aldrei sjálf með af því þau ná ekki einhverju lágmarki. Svona mót eins og Unglingalandsmótið getur spornað á móti þessari þróun, því allir sem vilja geta verið með. Það að mótið er á þriggja ára fresti gerir það svolítið sérstakt og gefur samböndunum tíma til að safna vel fyrir ferðinni og fara síðan með stóran hóp. Ef mótið væri á hverju ári myndu samböndin fljótlega fara að takmarka fjölda þátttakenda og aðeins þeim bestu leyft að fara. Unglingalandsmótin eru líka tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ég fór á Blönduós með 9 ára gamla dóttur mína og skemmtum við okkur mjög vel. Sú stutta stundar æfingar í frjálsum íþróttum og er eitthvað í fótbolta á sumrin en hún er ekki farin að keppa ennþá og þá erum við komin að spurningu sem við þurfum að taka afstöðu til. Hvað eiga börnin að byrja ung að keppa? Það eru mjög misjafnar skoðanir á þessu máli og hef ég mikið velt þessu fyrir mér. í íþróttakeimslunni sé ég það að börnin eru alltaf að keppa, þótt ég brýni fyrir þeim að ég sé ekki að láta þau keppa, heldur eigi þau að vairda sig, þá keppa þau samt. T.d. í sundinu, ef þau synda yfir laugina þá fara þau flest ósjálfrátt að keppa við þann sem næstur þeim er og gleyma að vairda sig. Þá hugsa ég, er þetta ekki eðlilegur þáttur í uppvextinum, leyfum þeim bara að keppa! En svo sé ég á íþróttamótum, allt niður í 7 ára gömul börn látin hlaupa t.d. 800 metra þar sem áhorfendur með hrópum og köllum reka þau áfram þannig að þau keyra sig áfram og koma í mark að niðurlotum komin og oft hágrátandi. Þá er ég ekki sátt. Eg tel að börnin eigi að fá að kyimast íþróttum sem fyrst en alls ekki að etja þeim út í keppni á mótum fyrr en þau hafa náð til þess nægilegum þroska og aldrei að ætlast til of mikils af þeim. Bara að þau geri sitt besta og hafi gaman af leiknum, því krafan um árangur sem þau svo ná ekki getur orðið til þess að skemma fyrir þeim ánægjuna af sjálfum leiknum og stuðlað að því að þau hætti í íþróttum. A Unglingalandsmóti eru yngstu börnin 11 ára og finnst mér það vera í lagi svo framarlega sem foreldrar fylgi þeim á mótið. Það er alltof mikið um það að börnin eru bara send í rútuna og þjálfararnir látnir sjá um þau á mótunum. Ég vil hvetja alla foreldra til að fylgjast betur með íþróttaiðkun barna sinna, fylgja þeim stundum á æfingar og alltaf á mót, því stuðningur foreldranna er mjög mikilvægur fyrir börnin í öllu sem þau gera. Bestu kveðjur, Kristín Gíslndóttir. Ég er sextán ára gömul stelpa frá Finnlandi og er meðlimur í finnska 4H klúbbnum. Ég er að leita mér að pennavini frá Islandi og læt hér fylgja upplýsingar um áhugamál mín. Mér finnst gaman að lesa, skrifa bréf, fara á skíði og syngja. Ég er í framhaldsskóla og tala ensku, sænsku, þýsku, smá rússnesku og svo auðvitað finnsku. Ég vonast til að skrifast á við krakka á mínum aldri. Ahugamál mín eru tungumál, þjóðerni, list og náttúran. Heimilistfangið mitt er: Suvi Tikkinen Kontiolammentie 205 59100 Parikkala Finland Halló, Ég er 14 ára gömul stelpa frá Finnlandi. Ahugamál mín eru lestur, skriftir, göngutúrar og knattspyrna. Ég er að leita mér að pennavini á aldrinum 13 -17 ára. Vinsamlegast skrifið á ensku eða finnsku. Heimilisfangið mitt er: Satu Rasanen Horkantie 23 16600 Jarvela Finland SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.