Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 38
Eg eldaði nú íslenskan hafragraut -sagði Júlía Björnsdóttir, sem ferðaðist um Noreg á vegum UMFI. Júlía Björnsdóttir var nýkomin heim frá Noregi þegar hún kom og heimsótti okkur á Skinfaxa. Júlía hafði þá ferðast um Noreg í þrjá mánuði og dvalið hjá fjórum fjölskyldum. Hvað fannst henni eftirminnilegast úr ferðinni? „Það var gaman að sjá bæinn Lillehammer þar sem Olympíu- leikarnir voru haldnir, en að sjá um svínin stendur uppúr úr ferðinni," sagði Júlía Bjarney Björnsdóttir, sem fór sem skiptinemi til Noregs í sumar á vegum Ungmennafélags íslands. Júlía er 16 ára og fædd á Flateyri, hún æfði frjálsíþróttir með íþrótta- félaginu Gretti en í dag er hún búsett í Hafnarfirði og hefur nú snúið sér alfarið að handbolta. En hvernig kom það til að hafnfirsk hand- boltastúlka færi á flakk um Noreg? „Ég sá nú bara auglýsingu í Morgunblaðinu og ákvað að sækja um. Ég hafði aldrei komið til Noregs áður og fannst spennandi að skoða eitthvað nýtt." Þegar Júlía lagði af stað vissi hún lítið sem ekkert um ferðalagið sem hennar beið. Hún dvaldi í þrjá mánuði lrjá fjórum fjölskyldum og ferðaðist mikið um Noreg. „Ég kom inn á heimili hjá fólki og fór strax inn í hlutverk þeirra. Ef krakkarnir voru í skóla, fór ég í skólann með þeim. Ef þeir unnu heima á bænum gekk ég í störfin líkt og þau, það má því segja að ég hafi bara orðið ein af fjöldskyldunni." Júlía sagði að fjölskyldurnar sem hún heimsótti hefðu verið ólíkar eins og gengur og gerist. „Hjá fyrstu fjölskyldunni voru stelpurnar enn í skólanum og ég fór alltaf með þeim í tímana. Hjá næstu fjölskyldu var ég áfram í sveitinni en þau fóru t.d. með mig í dagsferð til Osló. Þriðja fjölskyldan var með svínabú og þá þurfti ég alltaf að vera í fjósinu, það var svona aðeins öðruvísi og líklega það eftir- minnilegasta úr ferðinni. Fjórða og síðasta fjöldskyldan var sú rólegasta og þar slappaði ég eiginlega bara af. Þetta voru allt mjög góðar fjölskyldur og heimilislífið var ekki ólíkt því sem við kynnumst hérna heima á Islandi." Júlía ferðaðist mikið um Noreg og síðustu vikuna hitti hún skiptinema frá löndum eins og Sviss og Banda- ríkjunum. Saman ferðuðust þau og skoðuðu marga skemmtilega staði. „Það var mikið urn áhugaverða staði en ég held að Lillehammer standi uppúr. Bærinn er mjög lítill og þakinn minjagripum frá Olympíuleikunum sem haldnir voru þar. Öll íþróttaaðstaða þar er mjög góð og þar má t.d. keppa í skíða- stökki þótt enginn snjór sé á jörðunni." Eftir skoðunarferðina um Noreg fór að líða undir lok ferðarinnar hjá Júlíu. Skiptinemahópurinn eyddi kvöldstund saman þar sem hver og einn eldaði mat frá sínu heimalandi og kynnti fyrir hinum. „Ég eldaði nú hafragraut það kvöldið og ég held að flestum hafi líkað ágætlega við hann. Ég hafði nú áður í ferðinni eldað rækjur fyrir fjölskyldur mínar og svo sendi mamma mér líka harðfisk sem naut mikilla vinsælda hjá þeim norsku." 38 SKINFAXI i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.